13.01.1943
Neðri deild: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Jón Pálmason:

Á 190. þskj. höfum við hv. 2. þm. Rang. borið fram brtt. við 5. tölulið 2. gr. frv. Hún er um það, að aftan við liðinn bætist: „enda komi samþykki ríkisstj. til“. Við eigum við það, að skýrt verði að vera, að ríkisstj. og Viðskiptaráðið skuli vera sammála. En í brtt. á 176. þskj. frá meiri hl. fjhn. er gert ráð fyrir því, að ríkisstj. geti notað þessa heimild og falið ráðinu framkvæmd hennar án tillits til þess, hvort það er ríkisstj. samþ. eða ekki. Okkur hv. 2. þm. Rang. þykir þetta ekki heppilegt. Annars ætti málið að liggja svo ljóst fyrir, að ekki væri ástæða til að ræða það frekar. Ég mun ekki heldur ræða um önnur atriði frv., nema sérstakt tilefni gefist.