07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (2873)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Frsm. minni hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég vil víkja því til hæstv. forseta, að ég mælist til þess, að hann láti málið halda áfram nú, því að nú er það í raun og veru hægt. Þó að vísað sé frá þessum brtt., er hægt að bera fram brtt. við frv. við 3. umr. á ný frá þeim hluta n., sem ekki kom sínum brtt. að nú. Þeir hv. nm. geta við 3. umr. borið fram brtt., og því er ekki ástæða til að tef ja málið með því að taka frest nú um afgreiðslu þess frá 2. umr.