17.02.1943
Efri deild: 58. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (2959)

60. mál, sjúkrahús o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Eins og um var talað hér í gær, þá tók allshn. þetta mál til endurnýjaðrar athugunar á fundi, sem haldinn var eftir síðasta fund í d., og voru þá sérstaklega athugaðar þær brtt., sem fram höfðu komið við frv.

N. leggur á móti brtt. 432 um, að b-liður 1. gr. frv. falli niður. N. telur, að l. muni að verulegu leyti missa marks, ef þessi brtt. yrði samþ., enda sé í b-lðnum farið fram á sanngjörn fyrirmæli, sem að vísu má segja um, að koma verði í veg fyrir, að sé misbeitt, en séu þó sem sagt samkv. eðli málsins sanngjörn og eðlileg.

Þá er brtt. á þskj. 433, frá hv. 1. þm. Reykv., sem n. hefur að efni til tekið upp í brtt. sína á þskj. 434 og þar með að efni til einnig tekið upp brtt., sem n. fer fram á þskj. 431. (MJ: Brtt. mín er tekin aftur). Sama er þá að segja um brtt. á þskj. 431, að n. tekur hana aftur. Þessar tvær 1rtt. eru að efni til sameinaðar með brtt. á þskj. 434, og sýnist okkur öllum, að með henni væri girt fyrir þann ótta um misbeitingu, sem virtist koma fram í umr. í gær.

Þá er brtt. frá hv. þm. Barð. á þskj. 430, við a-lið. N. lætur afskiptalaust, hvort hún er samþ. eða ekki, en ég vil vekja athygli á því, að sú brtt. virðist eftir ótvíræðum ákvæðum l. hafa í för með sér efnisbreyt., því að það er nokkuð annað, hvort rétt þykir að styrkja sjúkrahús ríflega með fastákveðnu framlagi eða hvort á að styrkja læknisbústaði jafnríflega. Þar er tvennu ólíku saman að jafna, og þó að n. sem slík tæki ekki afstöðu til þessarar till., þá hygg ég, að meiri hl. álíti ekki rétt að jafna þessu tvennu saman og því eðlilegt, að um það gildi ólíkar reglur.

Ég verð að segja, að fá mál hafi fengið ýtarlegri og endurteknari athugun í d. heldur en einmitt þetta mál, og það liggur í raun og veru alveg skýrt fyrir og hefur frá upphafi legið skýrt fyrir, hvort menn vilja hækka ríkisframlagið vegna stofnkostnaðar sjúkrahúsa og hvort menn vilja láta ríkið greiða þann hluta rekstrarkostnaðrar, sem leiðir af utanhéraðssjúklingunum. N. hefur frá upphafi sýnzt eðlilegt, að um þetta giltu fastar reglur í l., og ég vil endurtaka það, að þótt n. féllist á þessa reglu í upphafi, þá var það ekki af athugaleysi, heldur af því, að hún taldi það sanngjarnt, enda þótt landlæknir teldi það ekki sanngjarnt. Auk annarra raka, sem fram hafa komið, vil ég benda á það, að landlæknir gerir ákaflega mikið úr því, að heilbrigðisstj. eigi að hafa frjálsar hendur. Hann vill hafa frjálst mat á þessu, svo að allt sé í réttaróvissu og glundroða og allir eigi undir högg að sækja hjá hans embætti. Ég tel réttara, að um þetta gildi fastar reglur, þannig að þeir, sem hlut eiga að máli, viti, á hverju þeir mega eiga von. N. hefur eftir sem áður ekki linazt við þessa síðustu athugun á frv. í því að mæla eindregið með, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., sem hún hefur borið fram.