17.02.1943
Efri deild: 58. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (2960)

60. mál, sjúkrahús o.fl.

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það er búið að ræða svo mikið um þetta mál, að ég skal ekki bæta miklu þar við, en vil lýsa afstöðu minni til brtt. hv. þm. Barð., að mér finnist hún í alla skaða sanngjörn og mæli með, að hún verði samþ. Ég á erfitt með að skilja styrkþágumuninn á spítölum og sjúkraskýlum. Þau eiga jafnvel stundum erfiðara og þurfa frekar styrks við en spítalarnir sjálfir. En ég get ekki orða bundizt um það; að þegar búið er að lögbjóða, að ríkið skuli greiða helming byggingarkostnaðar sjúkrahúsa, þá geri ég ráð fyrir, að þau sjúkrahús og sjúkraskýli, sem hafa verið reist með ærnum kostnaði, muni nú strax, þegar frv. hefur verið samþ., koma á eftir og vilja njóta sama réttar, ef þau eru vel nothæf og rekin sæmilega. Við höfum rekið okkur á þetta með héraðsskólana, að um leið og þeir, sem verið er að reisa, höfðu verið teknir á styrk. komu þeir eldri og vildu fá jafnháan styrk.

Ég tek þetta aðeins fram til athugunar fyrir d., að ég geri ráð fyrir, að þetta dragi nokkurn dilk á eftir sér.