08.12.1942
Neðri deild: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (2977)

34. mál, húsaleiga

Fjmrh. (Jakob Möller):

Það var út af umræðum og misskilningi um þetta mál, — ráðstöfun ónotaðs húsnæðis.

Ég skal þá fyrst stuttlega gera grein fyrir, hvernig þessi l. eru til komin. Það var upphaflega þannig, að bæjarstjórn eða bæjarráð skipaði n. manna úr ö)lum flokkum, er gera skyldi till. til úrbóta í þessum málum. Samkv. þessum till. voru þau brbl. sett, er hér um ræðir, svo langt sein þau ná. En þau ganga ekki eins langt eins og till. bæjarstjórnar, þar sem gert var ráð fyrir að skammta mönnum af þeirra eigin íbúðum, eftir því sem þeir töldust geta komizt af með. Um þetta er það að segja, að stjórnin leit blátt áfram svo á, að á þennan hátt væri gengið lengra í þá átt að skerða eignarrétt manna en fært þætti með brbl. Hitt er svo allt annað, hvað þingið álítur rétt að gera.

Í ummælum hv. þm. V.-Sk. um þetta mál gætti nokkurs misskilnings. Það lítur svo út sem hann álíti, að þessi l. feli í sér ummæli þess efnis, að utanbæjarmönnum sé fyrirmunað hér húsnæði. En þetta er gömul löggjöf, sem hann mun hafa átt þátt í að setja. En það er vitanlega verr farið en heima setið að setja l., sem ekki eru framkvæmd eða haldin.

Um það, að menn neyðist til að taka sér hér lögheimili, ef þeir þurfa að dvelja eitthvað hér við atvinnu eða annað, er það að segja, að ekki munu mikil brögð að því, enda geta þeir ekki fengið heimili með löglegu móti. Viðurlögin ná því jafnt til þeirra, ef þeir setjast hér að, hvort sem þeir taka sér hér lögheimili eða ekki.

Þessi l. eru skref til að framkvæma áður sett lög.