09.03.1943
Efri deild: 70. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í C-deild Alþingistíðinda. (3015)

146. mál, innehimta skatta og útsvara

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég tel enga þörf á að fylgja þessu frv. fram með löngum skýringum, því að það er þannig vaxið, að það skýrir sig að mestu sjálft. Með því er stefnt að því að bæta úr úreltu fyrirkomulagi, sem verið hefur á innheimtu skatta fyrir ríkissjóð, en það hefur verið hvort tveggja í senn óhentugt fyrir ríkissjóð og óþægilegt fyrir gjaldendurna, þar sem skattar og önnur opinber gjöld. hafa verið innheimt í einu lagi seinni hluta árs. Það er hins vegar eðlilegast, að ríkissjóður fái þetta fé með jöfnum greiðslum allt árið, til þess að eiga hægra með að inna af hendi þær greiðslur, sem honum ber samkv. lögum.

Það ákvæði, sem hér er tekið upp, að vinnuveitendur skuli inna af hendi slíkar greiðslur fyrir launþega sína, tryggir, að betri skil verði á þessu fé en annars mundi, auk annarra þæginda við innheimtuna, og ætti sú reynsla, sem bærinn hefur fengið af þessu fyrirkomulagi, að sanna þetta.

Hér er að vísu stofnað nýtt embætti, en ég hygg, að ekki muni þó koma til aukinna útgjalda við innheimtuna, nema síður væri. Ég hef rætt við borgarstjóra um það, að samvinna yrði tekin upp milli Rvíkurbæjar og ríkisins um innheimtuna, og hygg ég, að borgarstjórn sé því fylgjandi, þótt hún kunni að koma með einhverjar smávægilegar brtt. við frv.