09.03.1943
Efri deild: 70. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í C-deild Alþingistíðinda. (3017)

146. mál, innehimta skatta og útsvara

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég tók eftir því, að hæstv. fjmrh. sagði, að ríkinu mundi ekki verða íþyngt um útgjöld með stofnun þessa nýja embættis. Ég vildi því gera fyrirspurn um það, hvort þetta sé byggt á áætlun eða hvort það sé aðeins skoðun hæstv. fjmrh., því að reynslan hefur sýnt, að stofnun slíkra embætta hefur venjulega haft aukin útgjöld í för með sér.

Ég sé, að það er gert ráð fyrir, að allir gjaldendur komi sjálfir með gjöld sín samkv. því, sem segir í 6. gr. frv. Ég vil því beina því til hv. n. að taka það til athugunar, hvort ekki sé þá hægt að láta þetta heyra áfram undir tollstjóra, eða jafnvel hvort ekki mætti leggja það undir ríkisféhirði. Ég hygg, að það muni reynast heppilegra, því að reynslan mun sýna, að nýtt bákn, sem hefur forstöðumann, sem ekki tekur beint þátt í innheimtustarfinu, heldur hefur aðra menn undir sér til slíks, muni hafa í för með sér aukin útgjöld. Þessu vildi ég aðeins skjóta fram nú þegar, til þess að hægt væri að taka það til athugunar strax, en annars mun ég ekki gera miklar aths. við frv. á þessu stigi málsins.