14.01.1943
Efri deild: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (311)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Brynjólfur Bjarnason:

Ráðh., sem talað hafa, og alþm. sömuleiðis, hafa talað eins og um væri að ræða, hvort ríkisstj. ein réði öllum mönnunum, eða Alþ. eitt öllum. En það, sem ég og hv. þm. Str. og hv. 3. landsk. höfum haldið fram, er, að orðið gætu samráð milli Alþ. og ríkisstj. Ef ríkisstj. vill ekki hafa samkomulag við þ. um skipun ráðsins, hvað á þá Alþ. til bragðs að taka? Ég sé ekki annað ráð en að Alþ. breyti l. svo, að Alþ. hafi þetta vald, en ekki ríkisstj. Þá læti Alþ. haft samráð við ríkisstj. engu að síður.