11.01.1943
Neðri deild: 29. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í C-deild Alþingistíðinda. (3159)

96. mál, uppdráttur af Íslandi

Frsm. (Barði Guðmundsson):

Herra forseti. — Ég skal ekki vera langorður uni frv. það, er hér er til umr. á þskj. 145, enda er minnst þörf á því, að það sé skýrt frekar en gert er í grg. frv. Eins og þar er tekið fram, er það flutt af menntmn. vegna tilmæla vegamálastjóra.

Menntmn. hefur athugað frv., og leggur hún einróma til, að það verði samþ., og væntir þess af hv. d. og Alþ. í heild, að það verði látið nú fram að ganga í sinni núverandi mynd.