15.01.1943
Neðri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í C-deild Alþingistíðinda. (3163)

96. mál, uppdráttur af Íslandi

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ísland hefur nú verið mælt af herforingjaráðinu, og eru þau gögn nú öll í Kaupmannahöfn. Nú vil ég spyrja, hvernig það er með þessi frumgögn. Hér er á ferðinni frv. um, að enginn megi gefa út uppdrætti af landinu nema ríkið. En hver á þá þessi frumgögn? Eigum við þau, eða eiga Danir þau?

Við höfum alltaf lagt eitthvað fé til þessara mælinga. Nú vil ég því fá það alveg upplýst, hvernig þessu er háttað.