15.01.1943
Neðri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í C-deild Alþingistíðinda. (3164)

96. mál, uppdráttur af Íslandi

Frsm. (Barði Guðmundsson):

Viðvíkjandi ummælum hv. 2. þm. N.-M. held ég, að nægilegt sé að vísa til grg. frv., en þar er svo að orði komizt:

„Þar sem nú er lokið mælingum Íslands, er danska landmælingastofnunin hefur unnið að, síðan laust eftir aldamót, er unnt að gera fullkomna uppdrætti af öllu landinu. Er augljóst, að mjög er þörf uppdrátta af ýmsri gerð bæði af öllu landinu og einstökum landshlutum. Frumrit af öllum mælingum og uppdráttum eru geymi hjá greindri stofnun, og mér er kunnugt um, að hún telur heimildir þessar eign Íslands, enda hefur stofnunin annazt þetta starf fyrir Íslands hönd .“

Annars get ég ekki að svo stöddu gefið aðrar upplýsingar en þær, sem standa í grg.