16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. — Eins og nál. ber með sér, hefur. að mestu leyti orðið samkomulag í n. En afstaða n. er þannig, að einstakir nm. áskilja sér rétt til að koma með brtt. síðar, ef þeim þykir við þurfa. Brtt. n. er á þskj. 214, og geta þm. þar séð efni hennar. Till. skýrir sig sjálf, en samt vil ég segja hér nokkur orð. Það er að áliti n. óheppilegt, að sér stakar stéttir eigi fulltrúa í Viðskiptaráði, ekki aðeins almennt skoðað fyrir störf ráðsins, heldur veikir það einnig tiltrú ýmissa aðila á starfi ráðsins. Ég vil því leggja mikla áherzlu á, að allshn. ráði tölu manna í ráðinu. Á þessum forsendum er till. borin fram, og ég get að öðru leyti vísað til þess sem ég sagði áðan. Þess skal getið, að fjmrh. kom á fund n. og ræddi við hana og hann mun ekki eftir atvikum hafa á móti till.

Á þskj. er brtt. frá þm. Barð. Samkomulag varð um, að n. tæki ekki till. upp, og n. vill hafa óbundnar hendur. Ég vil geta þess, að sú skoðun kom fram í n., að heppilegast væri, að skyldan til að afhenda gjaldeyri væri alveg tæmandi og engin undanþága veitt. Mundi það verða auðveldara í framkvæmd. Ef byrjað. er á að slaka til í einu atriði, er hætt við að fleira fari á eftir og l. nái ekki tilgangi sínum.