16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Gísli Jónsson:

Í tilefni af ræðu hv. þm. Str. (HermJ) vil ég taka fram, að ég held, að þessar umr. um sameiginlega eign ríkisins og útgerðarmanna á nýbyggingarsjóðunum stafi frá því, að það er í ákvæðum viðkomandi 1., að það megi nota nýbyggingarsjóðina m. a. til þess að greiða skatta með og það hafi vakað fyrir hv. 2. þm. S.-M. (EystJ), að þegar illa gengi fyrir útgerðinni, svo að hún gæti ekki sjálf staðið undir sköttum með öðru móti, þá sé þar varasjóður fyrir ríkissjóð að grípa til, til þess að hann þurfi ekki að tapa sínum tekjum. En það breytir ekki því, að þetta fé falli undir það að flytja það ekki heim. Því að það ætti að vera „interessa.“ hjá ríkissjóði fyrir því, að það fé verði notað til þess að halda við flotanum. Og hér er farið fram á, að þetta fé verði ekki notað sem eyðslueyrir, heldur til þess að byggja aftur upp flotann. Og við hv. þm. Str. getum verið sammála um það, að þetta fé er lagt til hliðar og dregið út úr rekstri útgerðarmanna og ekki greiddur skattur af því, vegna þess að allir aðilar, sem um það mál fjölluðu, voru sammála um það, að nauðsyn væri á að fyrirhyggja, að flotinn minnkaði, það er aðalatriðið í málinu. Nýbyggingarfénu þarf ekki á nokkurn hátt að blanda saman við fé ríkissjóðs, þó að þessi brtt. verði samþ. Og aths. hv. þm. Str. hafa ekki við rök að styð jast í því tilliti, að það þurfi að valda nokkrum erfiðleikum, þó að þessi brtt.samþ. eins og hún liggur fyrir. Hitt er annað atriði, að það er nauðsynlegt að mynda sérstaka löggjöf utan um þessi nýbyggingamál og nýbyggingasjóði, og verður þá að fara inn á þá braut, ef brtt. þessi verður felld.