28.01.1943
Sameinað þing: 16. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (3287)

27. mál, beitumál vélbátaútvegsins

Frsm. (Sigurður Þórðarson):

Ég vil taka það fram viðvíkjandi ræðu hv. þm. Borgf., að ég er honum sammála um það, að n. muni ekki hafa rannsakað þetta mál eins og þyrfti að gera, og ber frv. það með sér. Fiskimálanefnd er fús á að rannsaka þetta mál nánar.

Ég álít af því, sem fram kom í n., að ekki sé búið að athuga þetta mál nægilegt og allar aðstæður. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að allshn. komi fram með ákveðnar till. Það er Fiskifélag Íslands, sem á að framkvæma rannsókn í þessum efnum. Ég álit, að Fiskifélaginu beri að hafa með höndum rannsókn og undirbúning. Við vitum vel, að ófremdarástand ríkir í þessum efnum, þar sem ekki er hægt að fara á sjó tímunum saman vegna skorts á beitu. Sambandið setti fyrst upp beitugeymslu. Um síldina þarf að vera vel búið. Það þarf að hafa sérstakan klefa fyrir beitu í þeim frystihúsum, sem annast geymslu hennar. Ef síld er þurrfryst, verður hún klakalaus, en ef hún er vatnsfryst, verður það mestmegnis klaki, sem kaupandinn fær sem síld. Væri þörf að rannsaka nákvæmlega, hvort ekki væri hægt að fyrirbyggja þetta á einhvern hátt. Frystihúsin ættu að vera skyldug til að hafa góða beitu, en ekki klaka.

Ég verð að lokum að segja það, að ég er dálitið hissa á, að hv. þm. Borgf. ætlast til þess, að allshn. framkvæmi rannsókn í þessu máli.