18.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (33)

Rannsókn kjörbréfa

Gunnar Thoroddsen:

Háttv. þingm. S.-Þ. Beindi til mín áskorun í sambandi við ummæli mín um Sambandið og kaupfélögin. Ég er tilbúinn að endurtaka þau ummæli, og ég skal lýsa yfir því, sem við báðir vitum, að Sambandið hefur meira og minna á undanförnum árum verið látið kosta málgagn Framsfl. og einnig verið látið halda líftórunni í þessum hv. þm. og þar á meðal verið látið byggja yfir hann lúxusvilluna, sem hann býr nú í.

Hann segir, að kúgarar Snæfellsness hafi verið beztu stuðningsmenn mínir. Hann er ekki enn hættur rógi sínum um Snæfellinga. Ég vísa þessum orðum hans algerlega á bug. Ég býst við, að hann eigi hér við vinsælan kaupmann í Stykkishólmi. En ég held, að mér sé óhætt að leggja það undir dóm Snæfellinga, hvort sá maður muni vera kúgari þeirra.

Hann sagði einnig, að kaupfélögin á Snæfellsnesi hafi orðið til að auka andlegt frelsi. Mér finnst fara vel á því, að núverandi formaður menntamálaráðs tali um andlegt frelsi á Íslandi.