16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Það virðist svo, að þeir hv. þm., sem hér hafa talað um brtt. á þskj. 213, séu allir í raun og veru sammála um það, að sanngjarnt sé, að séð sé fyrir því, sem þar greinir, á þann hátt, sem um hefur verið rætt, og að hv. flm. brtt. mundi sætta sig vri það, að ég skýrði frá því, að ég væri reiðubúinn til að taka þetta atriði í sambandi við reglugerð, sem sett verður um þetta. Mér sýnist, að aðalatriðið, Sem fyrir hv. flm. vakir, sé að tryggja það, að þetta fé verði ekki gert að eyðslueyri. Það er þannig nú, að það er fé í vörzlum bankanna, sem er kallað bundin pund, þannig að viðkomandi menn eiga pundin, en bankarnir geyma þau. Og ég get hugsað mér, að það væri hægt að hafa svipaða aðferð um þetta fé, þannig að pundin væru í vörzlum bankanna án þess að bankarnir keyptu pundin, svo að eigendur þeirra þyrftu ekki að verða fyrir sérstöku tapi við að selja bönkunum pundin og kaupa þau aftur. Ég hygg, að þessu máli megi koma fyrir á einfaldan og fullnægjandi hátt með þessu fyrir þá menn, sem hlut eiga að máli.