28.01.1943
Sameinað þing: 16. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í D-deild Alþingistíðinda. (3417)

25. mál, milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum

Forseti (GSv):

Ég tel sjálfsagt að verða við þessum tilmælum, að svo miklu leyti sem unnt er. Mér er vel kunnugt um það, þar sem ég er form. nefndarinnar, að af þeim málum, sem til hennar hefur verið vísað, eru aðeins þrjú eftir óafgreidd, og er þetta eitt þeirra. Það er svo ram þessi mál, að enn hefur ekki náðst samkomulag um það í n., í hvaða formi muni heppilegast að hafa þau eða hversu skuli með þau fara.

Annað málið, sem eftir er, er þáltill. um undirbúning verklegra framkvæmda eftir styrjöldina og hið þriðja þáltill. um ráðstafanir til eflingar íslenzkum landbúnaði. Það hefur verið nokkuð rætt í n. að sameina allar þessar till. undir eina mþn., svo að þetta yrði ekki eins fyrirferðarmikið. Annars verða allar þessar till. teknar fyrir á næsta fundi n. og þá afgreiddar í einhverri mynd.