09.02.1943
Sameinað þing: 23. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í D-deild Alþingistíðinda. (3450)

38. mál, verkleg framkvæmd efitr styrjöldina og skipulag stóratvinnurekstrar

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. — Það er í rauninni tilgangslítið að tala yfir svona fámennum hópi hv. þm., en þó mun ég hætta á það og ræða um afstöðu mína og samnm. minna til þessarar þáltill. Eins og sést, þá hefur allshn. athugað þessa þáltill. vel ásamt hinum tveimur á þskj. 35 og 55 og gert ýtarlegar tilraunir til að komast að samkomulagi um sameiningu allra þriggja till. í eina. — Því miður tókst ekki að ná þessu samkomulagi. Sumir hv. nm. héldu því fast fram, að till. skyldu vera þrjár, enda bera þær flokksliti, og þegar svo er háttað, þá reynist oft erfitt að komast að hlutlausum niðurstöðum. Við þrír nm. höfum nú borið fram brtt. á þskj. 353 og höfum þar gert tilraun til að færa efni allra till. saman í búning, sem við gátum sætt okkur við. Sá búningur er að okkar dómi hlutlaus, og allt, sem fólst í till. þremur, er í þessari einu, sem við flytjum.

Ég sé ekki ástæðu til að halda lengri ræðu um þetta, en vil mælast til þess, að hv. þm. athugi þessa brtt. okkar og beri hana saman við hinar þrjár. Þá er ég þess fullvís, að þeir muni fallast á hana.