07.01.1943
Efri deild: 26. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í C-deild Alþingistíðinda. (3482)

88. mál, útflutningsgjald

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil ekki tefja fyrir þessu máli og tel sjálfsagt, að það gangi til n. og verði athugað þar sem skjótast.

Hins vegar fæ ég ekki séð, eftir upplýsingum hv. þm. Barð. (GJ), að málinu geti legið mjög mikið á, ef upplýsingar þess hv. þm. eru réttar. Því að hann sagði í ræðu sinni, að það hefði engin áhrif á 10% gjaldið, hvort þetta frv. væri samþ. eða ekki. Og þá fæ ég ekki séð, að l. frá 1935 skipti svo miklu máli, að það skipti svo miklu, hvort þetta frumv. verði afgreitt nokkrum dögum fyrr eða seinna. Hæstv. forsrh. upplýsti, að það hefði mikla þýðingu, að þessu máli yrði hraðað, og datt mér ekki í hug að draga það í efa. En hv. þm. Barð. segir, að hvernig þetta mál verði afgreitt, hafi engin áhrif á útflutningsgjaldið samkvæmt l. frá 1941. En sú skynsemi, sem ég hef, segir, að það almenna útflutningsgjald eftir l. frá 1935 sé ekki svo mikils varðandi, að það geti varðað miklu, að málið dragist nokkra daga. Vil ég þó alls ekki tefja málið.