10.03.1943
Sameinað þing: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í D-deild Alþingistíðinda. (3584)

135. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég hef á þskj. 436 borið fram brtt., þar sem farið er fram á, að ríkisstj. sé heimilað að greiða þetta frá 1. júlí og þar til öðruvísi verður ákveðið. Þetta kemur ekki í bág við aðaltill. ríkisstj., en skyldi Alþ. þóknast að gera á breyt. á tímabilinu frá 1. júlí til áramóta, væri það fyrirbyggt, ef tili. mín verður felld. Vænti ég því, að hún nái samþykki, með tilliti til þess ástands, sem nú ríkir í þessum málum.