10.03.1943
Sameinað þing: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í D-deild Alþingistíðinda. (3608)

135. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Gísli Sveinsson:

Aðeins örfá orð. Það er ein aths. út af þessari fram komnu brtt. Það er sýnílega ætlazt til þess með þessari brtt., að ákvæði þessarar þáltill. breyti. l., því að eins og hv. þm. N.-Þ. á að vita, þá er búið að samþ. þessa uppbót á fjárl., sem brtt. hans getur um. Og þessi brtt. haggar í engu því, að fjárl. eru í sínu fulla gildi, þegar búið er að samþ. þau, eins og önnur l. Hitt er annað mál, hvort heimild þessarar þál. er notuð meira eða minna eftir því, sem þar er skráð. Ég sé því ekki annað en að þessi fáránlega brtt. hv. þm. N.-Þ. missi alveg marks og sé í sjálfri sér einskis virði eins og hún kemur fram.