16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í D-deild Alþingistíðinda. (3622)

135. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Gísli Sveinsson:

Það er tilgangslaust að ræða þetta mál, sem er nú dautt og dottið upp fyrir, en það, sem ég tók fram, — og ég skal geta þess, að ég minnist þess ekki, að hæstv. forseti hefði neitt við það að athuga fyrr eða síðar í mínu máli, en það kann að vera, að það hafi verið svo óvanalega lágvært hjá hæstv. forseta, — var eingöngu andmæli í sambandi við þingsköp gegn því, að hv. þm. N.-Þ. flutti hér till., sem hann vildi telja þingheimi trú um, að væri kleift að láta koma til atkv., enda þótt hún, eins og málið var vaxið, breytti þáltill. þannig, að hún kæmi til með að breyta l., sem búið var að samþ., sem sé fjárl. Það, sem ég benti á, var réttilega undir þingskapaumr., að till. mætti ekki koma fram, það væru afglöp, og þar við situr.