21.01.1943
Neðri deild: 39. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

119. mál, verðlag

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Hv. 2. þm. Reykv. sagði, að það væri einkennilegt, að þessi tilhögun, sem hefði verið rætt um í sambandi við verðlagsákvæðin, skyldi koma fram nú, en ég skýrði hv. fjhn. frá þessu atriði, þegar hún hafði til meðferðar frv. um viðskiptaráð, svo að það er ekkert nýtt.

Út af fyrirspurn hv. þm. um það, hvort nm. sá, sem um er að ræða, muni taka sæti í ráðinu, vil ég svara því, að það gerir hann ekki, fyrr En úrskurður liggur fyrir um, að væntanleg kæra sé ekki á rökum byggð.