04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í B-deild Alþingistíðinda. (376)

119. mál, verðlag

Áki Jakobsson:

Herra forseti. — Það er aðeins út af því, sem kom fram hjá hæstv. viðskmrh. við útvarpsumr. í gær, og því, sem hann hefur tekið. fram hér, sem ég vil segja örfá orð.

Ég á sæti í allshn., og þegar þetta mál var til meðferðar í allshn., var hæstv. ráðh. að því spurður, hvort það væri ekki undantekningarlaust, að það væri lægsta verð á hverjum stað, sem gilti út þennan tiltekna tíma, jafnvel þó að það kæmi illa við viðkomandi fyrirtæki og þá, sem hefðu þessar vörur til sölu, og hann sagði, að svo væri, þannig að þessi nýja ákvörðun um að leyfa hækkanir, sem leyfðar hafa verið, brýtur í bága við það, sem lá fyrir n., þegar hún hafði málið til meðferðar á sínum tíma. Það kom mér því mjög á óvart og — ég býst við —fleirum, sem eiga sæti í allshn., þegar ríkisstj. hvarf frá þessum ströngu ákvæðum, verðlagsákvæðunum frá 19. des. 1942. Og þessar skýringar hæstv. ráðh. um, að gert hafi verið ráð fyrir því að geta úrskurðað á þann veg, sem gert var, eru rangar, því að það var beinlínis spurt um þetta í n. á sínum tíma og þá var meiningin að láta verðið standa hiklaust kyrrt til febrúarIoka.