05.02.1943
Neðri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (381)

119. mál, verðlag

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. — Það var út af brtt., sem ég vildi gera dálitla aths. Ég vil geta þess, að stj. óskar að gera litla orðabreyt., þannig að í stað orðanna „verðlagsstjóri og annar maður“ í fyrri mgr. 3. gr. frv. komi: „tveir menn“. Óskar stjórnin að hafa frjálsar hendur um það, hvort hún lætur verðlagsstjórann eða annan mann taka sæti í viðskiptaráðinu, þegar rætt er um verðlagsmál.