12.04.1943
Sameinað þing: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í D-deild Alþingistíðinda. (3838)

167. mál, skipasmíðastöðvar í Reykjavík og strandferðir

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil aðeins benda á í sambandi við þetta mál, að með þeirri þál., sem var samþ. hér fyrir skömmu um heimild fyrir ríkisstj. til að láta smíða eða kaupa strandferðabát fyrir Austurland — og auk þess er verið að undirbúa aðra —, þá er þegar búið að marka stefnuna í þessum málum, en ég er þó með þessari þáltill. um mþn. í þessum málum, þar sem ég álit þetta þarft mál, og það ætti að vera gott fyrir ríkisstj. að hafa mþn. sér til ráðuneytis um það, hvernig skuli framkvæma stefnuna í stórum dráttum.