13.04.1943
Neðri deild: 100. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í D-deild Alþingistíðinda. (3876)

178. mál, útgáfa á Njálssögu

Gunnar Thoroddsen:

Hverjum augum sem litið er á leyfi hæstv. dómsmrh. til Halldórs Kiljans Laxness, þá vil ég taka fram, að þó að ég sé þessu leyfi ósamþykkur, þá fer þessi till. ekki fram á að afnema þetta leyfi eða vita hæstv. ráðh., en útgáfa þessi af Njálssögu, sem þessi þáltill. er um, mundi ekki geta komið fyrr út en undir næstu áramót og nóg er einnig til af Njálssögu, og þar sem ég álít, að fornritaútgáfan eigi að gefa Njálu út, segi ég nei.