10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

119. mál, verðlag

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég er sammála hv. síðasta ræðumanni í því, að það sé ekki mikið nýtt í þessu frv. nema skipun verðlagsstjóra. Sú brtt., sem ég ber fram á þskj. 378, kemur heldur ekki fram vegna þess, að hér sé eitthvað nýtt á ferðinni, heldur vegna þess, sem er í núgildandi l. og lýður allur rak sig á, að var óhafandi. Í frv. er 4. gr. alveg samhljóða G. gr. núgildandi laga.

Við, sem höfum fengizt við þessi mál, þekkjum það, hve erfitt er að fa ýmsar nauðsynjavörur seldar út á land með heildsöluverði. Það, sem hefur fengizt flutt inn af byggingarefni, veiðarfærum, járni og fleira, hefur verið selt hér bæði með heildsölu- og smásöluálagningu. Eftir þakjárni, hreinlætistækjum, miðstöðvum, eldavélum og fleiru, hefur einnig verið svo mikil eftirspurn hér, að verzlanir hafa getað selt það bæði með heildsölu- og smásöluálagningu og hafa ekki viljað selja það út á land nema fyrir smásöluverð. Þetta hefur orðið til þess, að ýmsar verzlanir úti um land hafa orðið að brjóta lögin, eða þá að þessi héruð hafa orðið að vera alveg án þessara nauðsynja. Það hefur orðið útkoman á málinu, og þannig hefur það meðal annars verið um allt timbur, sem hefur verið flutt inn í gegnum Rvík. Þessi brtt. fer því fram á það, að viðskiptaráð geti fyrirskipað innflytjendum að selja þessar vörur til annarra héraða, ef það er sýnt, að þar er skortur á þessum vörum. Nú mætti kannske segja, að innflutnings og gjaldeyrisleyfi hefðu verið afgr, til þessara viðkomandi smásala. En þar er því til að svara, t.d. með alla járnvöru, að ekki er hægt að kaupa hana inn í svo smáum stíl eins og mörg af þessum héruðum þurfa með. Dúkar og ofnar eru keyptir í stórum pöntunum frá Ameríku, og þess vegna verður að sjá fyrir því, að með þessum l. sé þessum aðilum tryggt að fá umræddar vörur með heildsöluverði. Þetta hefur meðal annars verið venja með alla gólfdúka og ýmsar aðrar vörur til byggingariðnaðarins og útgerðariðnaðarins, — veiðarfæri. Það hafa stafað af þessu stór vandræði um allt land. Það hafa verið veitt innflutningsleyfi, t.d. Veiðarfæragerð Íslands, fyrir önglum, og hefur verið svo mikil eftirspurn eftir þessari vöru, að hún hefur öll selzt með smásöluverði til veiðistöðva umhverfis allt landið. Það er því engin vanþörf á því að fá þessu kippt í lag. — Ég vil nú vænta þess, að hv. d. taki þetta til athugunar og samþ. þessa breyt. við frv. Þessi ráðstöfun ætti að vera nægileg til þess, að hægt væri að deila þessum vörum út um landið, án þess að tekin vær í upp bein skömmtun á þeim.