09.02.1943
Sameinað þing: 23. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í D-deild Alþingistíðinda. (3934)

20. mál, kjarnafóður og síldarmjöl

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti. Það er í raun og veru engu við það að bæta, sem ég hef áður tekið fram um afstöðu n. til þessa máls. Allir hv. nm. nema tveir (PZ og SÞ) eru á einu máli um það, að rökst. dagskráin á þskj. 226 sé algerlega fullnægjandi. Þessir tveir hv. nm. eru líka sammála um dagskrártill., nema þeir vilja skjóta inn nýju atriði, sem þeir leggja nokkra áherzlu á. Ég vil nú mælast til þess, að hv. þm. vilji fylgja hinni rökst. dagskrá óbreyttri, eins og hún er orðuð á þskj. 226, en fella brtt. á þskj. 227, frá þessum tveim hv. þm., sem ég gat um, af því að sú brtt. er óþörf, og í raun og veru, eins og málum er komið nú, ekki fullkomlega viðeigandi.

Að öðru leyti virðist mér nú svo ástatt, að ef ekki verða meiri umr. um málið, þá sé rétt að óska þess, að atkvgr. um það verði frestað nú.