10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

119. mál, verðlag

Brynjólfur Bjarnason:

Í sambandi við þetta gos hjá hv. þm. Barð. langar mig til að spyrja hann : Ef settur væri stór hópur verkamanna hér upp í fjöll og látinn mylja þar grjót, og úr ríkissjóði borgaðar 3 –5 millj. kr., til þess að þeir gætu fengið Dagsbrúnartaxta, mundi honum finnast það hagræn vinnubrögð? hað er dálitið svipað með þessi vinnubrögð landbúnaðarins. Það er vafasamur gróði, þegar borgaðir eru tugir milljóna til þess að framleiða vöru, sem ekki borgar sig að framleiða, vöru, sem verður að selja langt fyrir neðan framleiðslukostnað. Í slíkum vinnubrögðum er ekki nokkurt vit. Hitt er annað mál, að það er vandamál — og það stórt —, sem liggur fyrir þinginu, hvernig skuli fara að, til þess að bændur beri ekki skarðan hlut frá borði vegna framleiðslu sinnar. Það hefur verið farin sú leið að ákveða að borga verðlaagsuppbætur með þessari vöru, en n., sem ákveður uppbæturnar, er skipuð fulltrúum bænda, þannig að þeir skammta sér milljónirnar sjálfir. Ég held nú ekki, að nokkur þm. hafi búizt við, að þessi till. yrði samþ., og hef heyrt, að hún hafi verið borin fram í því trausti, að hún yrði felld, vegna þess að flm. datt ekki í hug, að hún yrði samþ. Og staðreynd er það, að þegar verðlagið var ákveðið á kjötið í haust, var ekki tekið tillit til þessarar verðlagsuppbótar, sem hafði þó verið yfirlýst, að yrði gert. Brtt. mín var á þá leið, að greiða skyldi verðlagsuppbót á alla kjötfram,leiðsluna, enda næðist þá samkomulag um verð á innlendum markaði. M.ö.o., að það yrði gerð áætlun um, hvað nauðsynlegt væri að greiða bændum fyrir kjötframleiðsluna, og við það yrði verðið á innlenda markaðinum miðað, og yrði tekið tillit til uppbótanna, þegar verðlagið væri ákveðið. Þetta var ekki gert, og bændur höfðu því hag af því að láta kjötverðið vera sem hæst, til þess að milljónirnar gætu orðið sem flestar, sem þeir fengju úr ríkissjóði. Þetta mál er út af fyrir sig dálítið út úr efninu, en ég segi þetta aðeins að gefnu tilefni. En þetta er mjög einfalt mál.

Það er annað, sem kom hér fram í umr., sem ég vil minnast á. Það kom fram í ræðu hæstv. viðskmrh., að það væri heimild til þess að selja vörur hærra verði í víssum tilfellum en þær voru fyrir áramót, og þetta byggðist á því ákvæði í l. um dómnefnd í verðlagsmálum, sem samþykkt var í vetur, að ef ágreiningur eða vafi væri um verð, um það, við hvaða verð skyldi miðað, skyldi dómnefnd skera úr, og mér skildist á hæstv. ráðh., — enda hefur hann lýst yfir því annars staðar —, að þegar ágreiningur hafi risið um verð eða hvaða verðlag skuli miðað við, hafi dómnefnd í verðlagsmálum fellt úrskurð. Nú í lýsti formaður dómnefndar í verðlagsmálum yfir því, að dómnefnd hefði aldrei fellt neinn úrskurð um, að selja mætti hærra verði en fyrir áramót, og annar meðlimur dómnefndar í verðlagsmálum lýsti yfir því á þingi, að þetta hefði verið rætt í n., og hefði hún komizt að þeirri niðurstöðu, að engin heimild væri til að selja hærra verði, svo að þessi yfirlýsing hæstv. ráðh. kemur kynlega fyrir sjónir. Samkv. 1. um dómn. mun hún hafa þetta vald, ef um ágreining er að ræða, en dómn. hefur ekki fellt neinn slíkan úrskurð, sem ráðh. vill vera láta, og þá segir það sig sjálft, að það hlýtur að vera ólögmæt ráðstöfun, ef vörur eru seldar hærra verði, og stj. hefur enga heimild til að leyfa það.