30.03.1943
Sameinað þing: 35. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í D-deild Alþingistíðinda. (3973)

29. mál, aðflutningstollar á efni til rafvirkjana

Sigurður Bjarnason:

Hv. 2. landsk. minntist á það í ræðu sinni, að hv. fjvn. hefði lagt til við ríkisstj. að veita einu kauptúni hér á landi undanþágu frá greiðslu tolla á efni til vatnsveitu. Snemma á þessu þingi flutti ég brtt. við þáltill. á 10. þskj. frá hv. 10. landsk., sem fór fram á það, að ríkisstj. væri heimilað að undanþiggja innflutt efni til vatnsveitu Víkurkauptúns aðflutningstollum. Ég lagði til í brtt. minni, að hið sama yrði þá látið gilda um vatnsveitu Bolungavíkur. Ég skrifaði n. bréf, en hef ekkert heyrt frá henni síðan, og hér í þinginu hefur ekkert heyrzt um afgreiðslu málsins. Nú vil ég spyrja hv. frsm. fjvn., hvaða afgreiðslu hv. n. hefur haft á þessari till. og hvaða kauptún það er, sem hún hefur lagt til við hæstv. ríkisstj., að fengi undanþágu tolls á innfluttu efni til vatnsveitu, eins og hv. 2. landsk. þm. veik að hér áðan, því að mér þykir undarlegt, ef hv. n. hefur lagt til, að einu kauptúni yrði veitt undanþága, en ekki öðru, sem eins er ástatt um.