05.04.1943
Sameinað þing: 35. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (3977)

29. mál, aðflutningstollar á efni til rafvirkjana

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Hv. þm. Siglf. var að tala um það hér áðan, að fjvn. hefði lélegar starfsaðferðir. Ég vil algerlega beina þessum ummælum frá oss fjvn.- mönnum og aftur heim til föðurhúsanna. Form. fjvn. er sá nm., sem mestu ræður um þær starfsaðferðir, sem hafðar eru í n., og mér er ljúft að segja það, að hann hefur stýrt störfum n. vel, og að því leyti eru ummæli hv. þm. Siglf, alveg tilhæfulaus. En ef hann í alvöru telur þessu ábótavant, þá getur hann að miklu leyti sjálfum sér um kennt, því að flokksbræður hans í fjvn. voru einmitt þeir menn, sem studdu hv. form. fjvn. til þess að taka formannssæti í fjvn. — Það er því ekki fjarri því, að hv. þm. sé að deila á sig sjálfan og flokksbræður sína, er hann er að ásaka form fjvn. fyrir lélegar starfsaðferðir í fjvn.

Þá var hv. þm. N: Ísf. að tala um, að eitt mál, sem hann segist bera fyrir brjósti, hafi ekki verið afgr. í n. Ég get sagt þessum hv. þm. það, að þessi mál öll hafa verið til umr. á fundum n., og honum ferst sízt að vera að tala um, að þau, hvert fyrir sig, hafi ekki verið afgr., því að hann hefur komið á þessa síðustu fundi n. og tafið hana með hinum og þessum umleitunum og málarekstri, sem svo hefur gengið út yfir önnur þau mál, sem n. hefði viljað afgreiða. Hitt er ég búinn að segja, að ekkert hefur endanlega verið samþ. frá n. hálfu, um eftirgjöf tolla af vatnsveituefni til Víkur, heldur hefur því verið vísað til hæstv. stj,. og mun hún leysa málið á þann hátt, sem hún telur heppilegast fyrir alla aðila. En frá mínu sjónarmiði get ég sagt, að það er sanngjörn málaleitun, en það er á valdi stj., hvað gert verður í því.

Ég vil svo ekki vera að teygja lopann meira en orðið er, en vil aðeins beina því að lokum til hv. þm., hvort þeim finnist réttmætt og sjálfsagt að breyta með einfaldri þál. þeim l., sem hv. Alþ. hefur sett.