05.04.1943
Sameinað þing: 38. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í D-deild Alþingistíðinda. (3984)

29. mál, aðflutningstollar á efni til rafvirkjana

Jakob Möller:

Ég vek athygli á því, að þrátt fyrir umræddan hæstaréttardóm virðist ekkert vera því til fyrirstöðu, að hv. Alþ. láti í ljós vilja sinn í þessu efni. Ríkisstj. væri þá sjálfráð um rað, hvort hún færi eftir þeim vilja eða ekki, og ef hún gerði það, væri hægt að fá lagaheimild eftir á.