18.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (42)

Rannsókn kjörbréfa

Eysteinn Jónsson:

Það er til einföld leið til þess, að vilji Alþ. komi skýrt í ljós, sú, að kjördeildin samþ. að líta á þetta sem tvær till., þannig að fyrst verði borið upp, hvort rannsókn skuli fara fram, og síðan, hvort kjörbréfið skuli tekið gilt.

1) FJ: Þar sem enginn af þm. Framsfl. hefur viljað leggja nafn sitt við þá umsögn, sem fram hefur komið um kosninguna, og engin formleg kæra liggur fyrir, þó að til þess virtist full ástæða eftir þeim alvarlegu ásökunum, sem hér liggja fyrir, sé ég mér ekki fært að vera á móti því, að kosningin sé tekin gild, og segi því nei.

2) PZ: Enda þótt ég telji, að hér á þingi sitji þrír menn, sem kalla mætti fékjörna, en hér hafi aðeins verið rætt um einn, segi ég samt já.

3) BrB: Með skírskotun til réttar Alþingis til að fella úrskurð um kjörbréf Gunnars Thoroddsens, þegar niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir, enda þótt það sé gert nú, segi ég nei.