10.02.1943
Efri deild: 53. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Það var aðeins eitt atriði, sem ég vildi svara. Það kom framhjá hv. þm. Barð. og hv. 5. þm. Reykv., að óheppilegt væri, að í till. minni væri ekkert ákvæði um það, hvenær reglulegt Alþ. skyldi seinast koma saman, og hefur nú hv. 5. þm. Reykv. borið fram till. af þessu tilefni, og er hún um það, að Alþ. skuli koma saman ekki síðar en 15. marz. Þegar ég samdi mína till., velti ég þessu talsvert fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu, að óheppilegt mundi að setja um þetta nokkurt tímatakmark, og taldi rétt, að málin, sem Alþ. þarf að afgr., fengju þarna ein öllu um að ráða. Því að ef farið yrði að setja eitthvert tímatakmark, þá eigum við á hættu, að það sé sett það snemma, að aukaþ. væri ekki búið að ljúka sínum störfum, þegar að því tímatakmarki kæmi, og mundi þá komið í sama horf eins og nú er ástatt. Ef tímatakmarkið yrði hins vegar sett of seint, kæmi að því sama, sem er í frv. stj. og við hv. 5. þm. Reykv. erum a.m.k. sammála um að sneiða hjá. Þess vegna er mín till. orðuð þannig, að málin ein ráða því, hvenær aukaþ. yrði lokið.