12.02.1943
Neðri deild: 56. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (440)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Forsrh. (Björn Þórðarson) :

Herra forseti. — Hv. Ed. gat ekki fallizt á frv. stj. um frestun reglulegs Alþ. í þeirri mynd, sem stj. lagði til, að það yrði samþ., þó að hins vegar væri fallizt á þá hugsun stj. að fresta samkomudegi reglulegs Alþ. að þessu sinni.

Stj. þykir að vísu, að frv. hafi ekki breytzt til bóta, en getur þó fellt sig við það, eins og það nú er, eftir að hafa farið í gegnum hv. Ed.

Ég býst við, að hv. allshn. Ed. hafi, er hún hafði frv. þetta til athugunar, haft hv. allshn. Nd. með í ráðum og því sé ekki þörf á því, að frv. verði látið ganga til n. í þessari hv. d., og þar sem nauðsyn er á því, að afgr. frv. verði lokið í þessari hv. d. í dag og allra helzt nú á þessari stundu, þá vildi ég mega skjóta því til hv. d., að henni þóknaðist að leyfa afbrigði fyrir frv. til þess að það verði sem fyrst afgr. út úr d.