25.11.1942
Sameinað þing: 3. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Forseti (HG):

Ég vil í sambandi við 1. dagskrármálið, sem er frv. til fjárl. fyrir árið 1943, benda hv. þm. á, að samkv. 51. gr. þingskapa skal útvarpa framsöguræðu fjmrh. um frv. til fjárl. og ef óskað er, hálflar stundar ræðum af hálfu annarra þingflokka, enda hefur fjmrh. Þá og rétt til stundarfjórðungs svarræðu.

Nú stendur þannig á, að á reglulega þinginu h síðasta vetri var lagt fram frv. til fjárl., og flutti þá fjmrh. framsöguræðu, sem var útvarpað, svo sem venja er til samkv, þingsköpum. Nú hefur hæstv. fjmrh. tjáð mér, að hann teldi ekki ástæðu til að flytja um frv. útvarpsræðu, þar sem það hafi verið gert fyrr á árum. Ég hef tjáð hæstv. ráðh., að ef einhver stjórnmálafl. fer fram á, að útvarpsumr. verði hafðar um frv. nú, þá sé skylt að verða við þeim tilmælum.

Vil ég því spyrjast fyrir hjá hv. þm., hvort óskir eru um það, að útvarpsumr. verði um fjárlagafrv. nú, eins og þingsköp gera ráð fyrir.

Óska flokkarnir að fá fundarhlé til þess að hera sig saman um þetta? Ekkert svar). Ef svo er ekki, skoðast það svo sem flokkarnir hafi ekkert á móti því, að niður falli útvarpsumr. um fjárlagafrv. nú að þessu sinni. Mun ég bera undir atkv. hv. þm., hvort þeir leyfa afbrigði frá þingsköpum um, að útvarpsumr. fari ekki fram um málið. Verði það samþ., mun ég taka frv. fyrir til umr. á fundinum.