26.11.1942
Sameinað þing: 4. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (455)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Fjmrh. (Jakob Möller):

Herra forseti. Heiðruðu þingmenn. — Eins og yður er kunnugt, var skýrt frá því á fundi í gær, að ég hefði mælzt til þess, að vikið yrði frá þeirri venju, sem raunar er gert ráð fyrir í þingsköpum, að útvarpið yrði þessari framsöguræðu. Ég gerði þetta ekki af því, að mér þætti ekki nokkurn veginn á sama standa, hvort útvarpað væri venjulegum fjárlagaumræðum. Hins vegar fannst mér það ekki eiga við að þessu sinni, þar sem hér er ekki um að ræða, að lagt sé fram nýtt fjárlagafrumvarp. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram í marz s.l., og var þá gefin venjuleg skýrsla um afkomu ríkissjóðs. Slíka skýrslu er ekki hægt að gefa nú. Þar að auki er þess að gæta, að sú breyting hefur orðið á ríkisstj., að sú stjórn, sem nú fer með völd, starfar aðeins til bráðabirgða og er því ekki fær um að marka stefnu fyrir framtíðina. En að svo stöddu geta ekki umr. farið fram um fjárlögin, fyrst og fremst sakir þess, að stjórnin situr aðeins til bráðabirgða.

Endurskoðun sú, sem fram hefur farið á fjárlögunum fram til þessa, lýtur aðeins að því að breyta tölum Samkv. breytingum á verðlagi í landinu.

Í byrjun þessa árs þegar fjárlagafrumvarp það sem lagt var fyrir vetrarþingið, var samið, var mikil óvissa ríkjandi um það, hvernig áætla bæri tekjur og gjöld ríkisins fyrir næsta ár. Fjárhagsafkoma ríkissjóðsins árið 1911 hafði að vísu orðið mjög góð, þannig að tekjuafgangur varð rúmar 18 millj. kr., samkv. landsreikningi, þrátt fyrir aukin útgjöld, að mestu leyti fyrir þá sök, að tekju- og eignarskattur og vörumagns- og verðtollur höfðu farið stórlega fram úr áætlun, En á þessum þremur meginstoðum hvílir afkoma ríkissjóðs að mestu leyti.

En um þessar mundir hafði kafbátahermaður Þjóðverja á Atlantshafi mjög færzt í aukana, og eftir því sem styrjaldarátökin hörðnuðu, mátti búast við, að drægi úr innflutningi til landsins, bæði vegna siglingateppu og aukinna útflutningshafta í þeim löndum, er við sækjum vörur okkar til, Bretlands og Bandaríkjanna, en minnkandi aðflutningur mundi að sjálfsögðu hafa í för með sér minnkandi tolltekjur.

Lögin um tekju- og eignarskatt og lögin um stríðsgróðaskatt voru þá undir endurskoðun og óvíst, hvaða afgreiðslu það mál fengi á Alþ. Ríkisstj. hafði gert tilraunir til að stöðva hina almennu verðhækkun í landinu, sem, ef tækist, mundi hafa stórvægileg áhrif á útgjaldalið fjárl. Allt þetta leiddi til þess, að tekjuhlið frv. var ætluð mjög gætilega, eða miklu lægri en tekjurnar höfðu orðið árið 1941, eins og það einnig hefði áhrif á áætlun gjaldabálksins, að menn gerðu sér vonir um að hægt yrði að hafa hemil á verðbólgunni.

Þó að margt sé enn í óvissu um framtíðina, er þó auðveldara nú að gera sér grein fyrir afkomumlöguleikum ríkissjóðs á næsta ári, þegar kunn er orðin afkoma atvinnuveganna og landsfólksins í heild, það sem af er þessu ári, svo og að nokkurn veginn verður séð, hvernig ríkisbúskapurinn hefur borið sig fram að þessu. Samkv. skýrslu ríkisbókhaldsins hafa tekjur ríkissjóðs af tollum og sköttum numið 3/4 hl. ársins kr. 39231290, en voru á sama tíma í fyrra kr. 22022321, og munar þar rúmum 17 millj. kr., sem tekjurnar hafa orðið hærri í ár. Þá er þó ekki talið innkomið af manntalsbókargjöldum nema rúmar 2 millj. kr., en tekju- og eignarskattur og hluti ríkissjóðs af stríðsgróðaskatti má ætla, að nemi allt að 20 millj. kr.

Hins vegar hafa útgjöld ríkisins samkv. fjárl.. heimildarl. og væntanlegum fjáraukal. á sama tíma numið kr. 39663276, og stafar sú hækkun fyrst og fremst af hinni almennu verðhækkun í landinu, en vísitalan er nú, eins og kunnugt er, orðin 260 í stað Ig2 í ársbyrjun.

Gjaldayfirlit.

Vexir

Tll stept.loka

468803

Ríkisstjórembættið

136053

Alþingiskostnaður

616467

Ríkisstjórnin

465978

Hagstofan

83679

Utanríkismál

35668

Dómgæzla og lögreglustjórn

2137296

Embættiskostnaður

513805

Heilbrigðiskostnaður

545122

Vegamál

6864434

Samgöngur á sjó

926033

Vitamál

582772

Flugmál

6600

Kirkjumál

326119

Kennslumál

2067286

Vísindi, bókmenntir og listir

261837

Verklegar framkvæmdir

4293516

Almenn styrktarstarfsemi

20320J8

Eftirlaun

254971

Verðlagsuppbót

3016728

óviss útgjöld

519696

Aukauppbót

31496

26186457

Samkv. sérstökum lögum

1925339

Heimildarlög

1022392

Væntanleg fjáraukalög

1529038

Samtals kr.

30663276

Mismunur skatttekna og gjalda þessa 3/4 ársins, sem af er, er þannig tæpar 9 millj., en þar við eiga eftir að bætast tekjur af ríkisstofnununum og tekju-, eignar- og stríðsgróðaskattur.

Innheimtar ríkissjóðstekjur.

Til sept.loka

1942

1941

Aukatekjur

601193

557687

Stimpilgjald

797685

729543

Leyfisbréfagjald

78055

55577

Erfðafjárgjald

54406

56957

Vitagjald

311789

237446

Manntalsbókargjöld

2065805

1632660

Vörumagnstollur

7035125

5063054

Verðtollur

23382645

98212$2

Útflutningsgjald

1792190

1422239

Bifreiðaskattur

1328278

929957

Gjald af innlendri tollvöru

693357

642000

Veitingaskattur

106750

164738

Skemmtanaskattur

103007

229145

38350285

21542285

Eftirstöðvar frá fyrri árum

881005

430036

Samtals kr.

39231290

22022321

Það fjárlagafrv., sem nú er lagt fyrir hið háa Alþingi, ber því nokkuð annan svip en frv. í vetur.

Tekjur á rekstrarreikningi eru áætlaðar kr. 48258440 í stað kr. 33736100, mismunur kr. 14522340. Útgjöld kr. 42011893 í stað kr. 28333233. Mismunur kr. 13678655. Rekstrarafgangur kr. 6246547 í stað kr. 5402862. Mismunur kr. 843685. Aðalhækkunin á tekjuhlið fjárlfrv. er á tekju- og eignarskatti og tollum.

Það sem af er þessu ári, hafa atvinnuvegir landsmanna yfirleitt staðið með miklum blóma, og þó að fyrirsjáanlegt sé, að tekjur af sjávarútvegi muni ekki verða eins miklar og s.l. ár, þá virðist þó ekki óvarlegt að áætla tekju- og eignarskatt og stríðsgróðaskatt 15 millj., eins og gert er í frv., eftir því sem þessi tekjuliður varð í ár. Vörumagnstollur er áætlaður hinn sami og á fyrra frv., 5 millj. kr., en verðtollurinn 15 millj., eða 5 millj. kr. hærri en áður.

Þessir tekjuliðir hafa farið langt fram úr áætlun, það sem af er þessu ári. 1. okt. var vörumagnstollurinn orðinn 7 millj. kr. og verðtollur 23,3 millj. Stafar þetta af óvenjulega miklum innflutningi í ár, svo og af almennri verðhækkun erlendra vara.

Hins vegar má búast við, að mjög dragi úr innflutningi á næsta ári, vegna þess að alltaf þrengist um skipakost til aðflutninga, og gera má ráð fyrir, að eftir því sem stríðið stendur lengur, verði erfiðara að fá útflutningsleyfi fyrir ýmsum vörum, sem tiltölulega hár tollur er á, svo sem vefnaðarvöru og ýmiss konar járnvörum.

Gerðar hafa verið nýjar áætlanir um rekstur ríkisstofnana vegna aukins rekstrarkostnaðar, en lítil breyting hefur orðið á heildarafkomu þeirra frá því, sem gert var ráð fyrir á hinu fyrra frv., nema landssímans, en símagjöld hafa, eins og kunnugt er, verið hækkuð um helming. Er gert ráð fyrir 788 þús. kr. hækkun á þessum lið.

Gjaldabálkurinn hefur verið endurskoðaður, leitað umsagnar þeirra stofnana og aðila, er þar eiga hlut að máli, og fengnar nýjar áætlanir um flesta þá liði, er máli skipta. Má í einu orði segja, að sú hækkun, sem gerð hefur verið á útgjaldalið fjárlaganna, eigi að langmestu leyti rót sína að rekja til verðlagshækkunar þeirrar, sem orðið hefur á árinu. Að öðru leyti vísast til grg. fyrir frv.

Helztu hækkanir eru þessar:

Á 11. gr. Dómgæzla og lögreglustjórn kr. 539370.

Á 12. gr. Heilbrigðismál kr. 544800, og hafa þó daggjöld verið hækkuð allverulega frá því í fyrra frv.

Á 13. gr. A. Vegamál kr. 2420200, þar af 1300000 til viðhalds fram yfir það, sem gert var áður ráð fyrir, eða alls 3300000, en af reynslu 2 síðustu ára er engan veginn gerandi ráð fyrir, að þessi útgjaldaliður verði lægri. Til nýrra þjóðvega og til þjóðvega af benzínskatti nemur hækkunin kr. 583000, en alls er gert ráð fyrir, að varið verði í þessu skyni kr. 1928000.

Á 13. gr. B, Samgöngur á sjó, nemur hækkunin kr. 395000. Til strandferða Skipaútgerðar ríkisins er áætlað, að varið verði 1100000 kr., og er það miðað við tapið, sem varð á þessum rekstri 1941. Á þessu ári hefur þegar verið greitt úr ríkissjóði yfir 11/2 millj. kr. til strandferða ríkisskipanna, svo að telja má vafasamt, að hin áætlaða fjárhæð dugi, nema fargjöld og farmgjöld verði enn hækkuð til samræmis við aukinn kostnað.

Á 14. gr. B. Kennslumál, nemur hækkunin kr. 598960.

Á 16. gr. Verklegar framkvæmdir, kr. 925661. Á 17. gr. Almenn styrlaarstarfsemi, kr. 1350000. Þessar hækkanir stafa að langmestu leyti af almennri verðlagshækkun.

Langmest varð þó hækkunin á 19. gr., kr 5850000, við það, að verðlagsuppbótin hefur verið hækkuð úr kr. 3500000 í 8000000 kr. og bætt hefur verið við nýjum lið til greiðslu aukaupptótar á laun samkv. ályktun Alþ. í sumar, sem gert er ráð fyrir, að nemi kr. 1200000. Verðlagsuppbótin varð s.l. ár 3,28 millj., en meðalvísitala ársins 1941 var 159,67. Sé gengið út frá þeirri vísitölu, sem gilti, er frv. var samið, 250, má ætla, að áætlunin standist, og mun þó vera teflt á tæpasta vað.

Útgjöldin samkv. þessu frv. eru áætluð kr. 42011893, sem fyrr greinir, og hafa aldrei áður stigið svo hátt. Þetta er og að vonum, þar sem reynt hefur verið að taka fullt tillit til verðhækkunarinnar, en hennar gætir svo að segja á hverjum lið fjárlaganna. En þar við bætist, að styrjaldarástandið hefur skapað ríkissjóði ýmis ný og óvænt útgjöld, svo sem aukinn lögreglukostnað, aukinn kostnað við vegaviðhald, stórum aukinn kostnað við utanríkismál o.fl., svo sem kostnað við loftvarnir og sumardvöl barna í sveit.

En sé þetta skoðað ofan í kjölinn, er þó í raun og veru mesta furða, að útgjöldin skuli ekki hafa stigið enn hærra.

Á fjárlagafrv. því, Sem Samþ. var á Alþ. 1939, voru útgjöldin áætluð kr. 17857448, og miðað við vísitöluhækkunina síðan, ættu þau nú að nema kr. 44543620.

Hins vegar veltur allt á því, um það, hversu vel þessi áætlun stenzt, hvort unnt verður að koma í veg fyrir frekari verðhækkun en orðið er, og það verður hlutverk þessa þings að finna ráð til þess.

Ég læt þetta nægja að sinni og legg til, að frv. verði vísað til fjvn. og umr. frestað að sinni.