29.01.1943
Sameinað þing: 17. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Þóroddur Guðmundsson:

Það eru aðeins örfá orð í sambandi við ræðu hv. þm. S.–Þ. Hann virðist líta svo á, að hér sé verið að leika lævíslegri aðferð til þess að rugla menn í ríminu og koma á upplausn í þinginu. Ég vil leyfa mér að mótmæla þessu og benda hv. þm. á það, að hann ásamt fleirum úr fjvn. á þá uppástungu, að ekki verði höfð nema ein umr. um fjárl. að þessu sinni. Það situr því illa á hv. þm. S.-Þ. að tala um lýðræði, þar sem hann vildi aðeins fá eina umr. um fjárl. Þá sagði hv. þm., að n. hefði að mestu verið sammála um það að leggja frv. svona fyrir þingið, en hann viðurkenndi þó, að 2 menn úr n. hefðu verið á móti því að leggja fjárlfrv. svona fyrir. Ég vil nú treysta því, að þessir þm. hafi ekki skipt um skoðun og greiði atkv. á móti þeirri einkennilegu afgreiðslu, seri hv. þm. S.-Þ. stingur hér upp á. Ég vil vona, að frv. verði aftur vísað til fjvn., eins og till. hefur komið fram um. En verði ekki hægt að fá það fram, munum við bera fram tugi og aftur tugi af brtt., sem ekki verður hægt að komast hjá að afgreiða.