18.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. meiri hl. 1. kjördeildar (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil taka fram út af því, sem hv. þm. Str. sagði um hlutverk kjörbréfan., að það útilokar engan veginn, að Alþ. geti falið henni eins og hverri annarri n. með sérstakri samþ. að taka ákveðin mál til meðferðar, og það er það, sem þingið gerir, ef þessi till. er samþ. Hvernig n. hagar sér, hvort hún lætur rannsókn fara fram eða gefur skýrslu, því verður n. sjálf að ráða, en að lokum hlýtur n. að gefa skýrslu til Alþ.