01.02.1943
Sameinað þing: 18. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (503)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Jakob Möller:

Var þetta formaður og frsm. hv. fjvn., sem var að tala og sagði, að fyrr v. ríkisstj. hefði skilað tómum ríkissjóði? (FJ: Já ). Já, einmitt. Ég veit þó ekki betur en verið hafi í ríkissjóði 32 millj. kr., þegar ég skilaði honum. En nú er búið að ráðstafa mestu af því fé, en það hefur Alþ. gert, en ekki fyrrv. ríkisstj., og það ætti hv. frsm. fjvn. að vita. Ég held, að ríkissjóði hafi aldrei verið skilað jafnöflugum og hann var, þegar ég skilaði honum; og dettur mér ekki í hug að þakka mér það, heldur var það vegna árferðisins. En þetta er staðreynd, að í ríkissjóði voru rúmlega 30 millj. kr., þegar stjórnarskiptin urðu. Hitt er svo annað mál, að hæstv. A1þ. hefur svo gert samþykktir um greiðslur úr ríkissjóði, sem áætlaðar eru, eins og kunnugt er, um 24–25 millj. kr. Ekki að siður, jafnvel þó að þessar 24–25 millj. kr. væru greiddar úr ríkissjóði, þá geri ég ráð fyrir, að eftir verði 6–7 millj. kr. í ríkissjóði samt. Og eftir því, sem við eigum að venjast hér, þá verður varla kallað, að með því móti sé ríkissjóður tómur, í samanburði við það, sem við þekkjum annars. En mér skilst, að hv. fjvn. hafi hugsað sér að ganga þannig frá ríkissjóðnum, að hann verði svona nokkurn veginn tómur, þegar þetta fjárhagsár er liðið, a.m.k. ef þessi hv. formaður fjvn. á að fá að ráða.

Hv. frsm. fjvn. sagðist vera mér ákaflega ósammála um það, að ekki væri ákveðið í fjárl. yfirstandandi árs að greiða svo að millj. ef ekki tugum millj. kr. skipti, til verklegra framkvæmda. Og hann byggði það á því nú, eins og hann hefur áður gert, að það væri eiginlega fásinna að gera ekki ráð fyrir atvinnuleysisástandi hér á landi í þessu ári. Ég veit nú ekki, á hverju hann byggir það, að það sé nokkurn veginn fyrirsjáanlegt atvinnuleysisástand hér á yfirstandandi ári. Það er kunnara en frá þurfi að segja; að framkvæmdir hafa undanfarið verið stórkostlegar í landinu, þótt ekki hafi verið framkvæmdir af hálfu ríkissjóðs, og atvinnuvegir landsmanna hafa barizt í bökkum út af því, að þeir hafa ekki fengið nægilegt vinnuafi til nauðsynlegra framkvæmda. Þó að það lagaðist nú eitthvað lítils háttar, sé ég ekki, að það þurfi að gera ráð fyrir atvinnuleysisástandi. Það er kunnugt um landbúnaðinn m.k., að því hefur verið haldið fram hér á Alþ., að hann hafi beðið mikinn hekki s.l. ár, af því að hann hafi ekki haft nægilegt vinnuafl. Um fiskveiðarnar eða sjávarútveginn í heild held ég, að nokkuð hins sama hafi gætt, bæði hvað snertir þorskafla og síldar, og það var minna hægt að stunda sjávarútveg á s.l. ári einmitt vegna skorts á vinnuafli heldur en tök hefðu verið á vegna framleiðslutækja. Og þó að svo tækist til, að atvinnuvegir landsmanna gætu fengið aðstöðu til að vera reknir með fullu afli, þá þýðir það ekki það, að framundan sé atvinnuleysi sjáanlegt. Þar við bætist svo hitt, að hér í Rvík er verið að ráðast í framkvæmd, sem verður í framkvæmd vafalaust allt þetta ár, stórkostlegri framkvæmd heldur en nokkurn tíma hefur verið ráðizt í fyrr hér á landi. Og við þá framkvæmd fá hundruð manna atvinnu. Ég held, að það sé miklu fremur ástæða til að gera ráð fyrir, að það verði beinn hörgull á vinnuafli á þessu ári engu síður heldur en verið hefur á undanförnum árum. Og þess vegna er það skoðun mín, að það sé fásinna að ákveða á fjárl. þessa árs stórkostlegar fjárveitingar til verklegra framkvæmda, þegar svo þar við bætist, að það er ekki sjáanlegt af öllum ástæðum, að fjöldi af þeim framkvæmdum geti orðið unninn á árinu sakir þess, að efni, sem þarf til þeirra, mun ekki vera fáanlegt. Hins vegar má segja, að það gerir ekki mikið til, þó að framlög til verklegra framkvæmda standi í fjárl., því að ef ekki verði hægt að framkvæma þær á yfirstandandi ári, þá kemur ekki til þess, að peningunum verði varið í það.

Hv. frsm. fjvn. tók til orða eitthvað á þá leið, að hann teldi réttara að ráðast í miklar framkvæmdir á þessu ári heldur en — ja, mér skildist helzt, að það vekti fyrir honum, að ef ekki yrði varið stórfé til verklegra framkvæmda á þessu ári, þá færi þetta fé forgörðum, þannig að þegar til ætti að taka síðar, þá yrði handraðinn tómur og ekki hægt að leggja í svipaðar framkvæmdir á næsta ári. Ég skil satt að segja ekki, hvað fyrir honum vakir. Ég held, að ef peningar koma á annað borð til ríkissjóðs, þannig að möguleikar yrðu til þess að inna þessar framkvæmdir af hendi, þá hlyti féð að safnast fyrir í ríkissjóði, ef framkvæmdirnar yrðu ekki inntar af hendi. (PZ: Það er eftir því, hvaða stjórn er). Ég gerði grein fyrir, að í höndum fyrrv. ríkisstj. hafi það farið þannig, að það safnaðist í sjóð hjá henni yfir 30 millj. kr. Öðru máli gegnir, ef þessi hv. þm. (PZ) fengi nokkru að ráða um að stjórna málum landsins, þá yrðu einhver ráð með að eyða fénu í hans höndum.

Ég legg ekki ákaflega mikið upp úr því í sjálfu sér, hvernig hv. fjvn. og þá hæstv. Alþ. afgreiðir fjárl. að þessu leyti, því að það er ákaflega mikið af þessum framkvæmdum, eins og ég hef sagt, sem er ekki fyrirsjáanlegt. að hægt sé að koma í verk vegna utan að komandi áhrifa, og þá skiptir það sem sagt ekki máli. Í öðru lagi, ef tekjurnar ekki hrökkva fyrir gjöldum, — það er hvort tveggja til um það, það skal ég játa, því að það er rennt nokkuð blint í sjóinn með það, hve miklar tekjur ríkissjóðs verða á þessu ári, þær geta farið fram úr því, sem gert er ráð fyrir í frv., en það getur líka farið svo, að þær geri það ekki, — ef þannig fer, að tekjurnar komi ekki inn það miklar, að þær hrökkvi fyrir útgjöldum, er bersýnilegt, að fyrir ríkissjóðinn er ekkert annað að gera en að láta vera að framkvæma svo eða svo mikið af því, sem fjárl. gera ráð fyrir. Þetta er auðsær hlutur.

Annars út af því, sem hv. frsm. fjvn. sagði um tóman ríkissjóð, tel ég rétt, að nokkuð sé vikið að því, að það er Alþ. sjálft, sem gert hefur ráðstafanir til að verðbæta landbúnaðarafurðir með fjárfúlgu, sem reiknað hefur verið út, að næmi 24–25 millj. kr. Þetta er nú tölulegur útreikningur, sem ég er engan vesinn sannfærður um, að standist, þannig, að ríkissjóði komi til með að þurfa að blæða svo vegna þeirra ráðstafana. Mjög mikið af þessari fúlgu er þannig til komið, að gert er ráð fyrir stórkostlegum verðuppbótum á ull. Ég geri ráð fyrir, að ef nú væri boðin út öll ull, sem safnazt hefur fyrir í landinu, mundi vera hægt að selja hana fyrir töluvert meira en gert er ráð fyrir, að verðið á henni sé, þegar uppbæturnar, sem ríkissjóður verði að greiða, eru reiknaðar þetta háar. Og ef ríkissjóður kaupir ullina og bíður með það til styrjaldarloka að selja hana, þá hygg ég, — því að það var reynslan frá því í lok fyrra stríðsins, sem maður hefur að byggja á um þetta efni, — að gera megi ráð fyrir, að selja megi ullina þá fyrir svo miklu hærra verð heldur en nú er boðið í hana, að það muni koma allverulegur frádráttur á þessum 24 millj. kr., sem reiknað hefur verið til, að ríkissjóður yrði að greiða í þessu skyni.

Hins vegar skal ég lýsa þeirri skoðun minni á þeim uppbótum, að ég tel, að ekki sé rétt, eins og nú er ástatt, að þessar verðuppbætur verði borgaðar út þannig, að í reiðufé sé. Það er um það að segja, að það mundi vinna mjög öfluglega móti þeim ráðstöfunum, sem nú er ráðgert að framkvæma til þess að vinna bug á verðbólgunni. Hvað mundi verða um þetta fé, þessar 24–25 millj., ef þær yrðu greiddar í verðuppbætur í reiðufé til svo og svo margra aðila í landinu? Þær mundu óhjákvæmilega verða til þess að hækka verð. Þetta fé færi að meira eða minna leyti í spákaupmennsku og yrði til þess að hækka verðlag, bæði á kvikfénaði og öðrum eignum í landinu, svo sem fasteignum. Því að þeir, sem fengju þetta fé til ráðstöfunar, mundu ekki vilja láta það liggja hjá sér arðlaust. Og í þessu sambandi ber að gæta þess, að meiri hluti af því fé færi einmitt til framleiðenda, sem hafa mikið umleikis, og mest til þeirra, sem mest hafa, þannig að það kæmi í allstórum fúlgum til einstaklinga, sem svo að sjálfsögðu mundu reyna að nota það til að afla sér meira fjár með aðstoð þess. Þegar við erum að tala um það, að rétt sé og sjálfsagt að binda jafnvel tekjur einstaklinga af vinnu þeirra með skyldusparnaði eða stórum sköttum, þá skilst mér, að ekkert vit sé í því að sleppa slíkri fjárfúlgu sem þessari inn í verðbólguna og láta hana alveg leika lausum hala. Ég teldi réttast, ef til greiðslu kemur á þessu, sem að sjálfsögðu gerir, þá yrði þetta greitt með skuldabréfum, sem innleystust svo siðar, eftir því sem hentast þætti. Og þá hefði ríkissjóður til ráðstöfunar upp úr stríðinu mikið af því fé, sem nú er í ríkissjóði, til að standa straum af þeim framkvæmdum, sem ráðast þyrfti í vegna atvinnukreppu, sem búast má vissulega við, þegar stríðinu lýkur.

Hins vegar er það, að ef yfirstandandi ár verður svo gott tekjuár, sem mér skilst, að fjvn. eða a.m.k. nokkur hluti hennar og sjálfsagt meiri hl. geri ráð fyrir, þá verða tekjur ríkissjóðs það miklar á þessu ári, að þó að ekkert sé lagt í framkvæmdir nú á þessu ári, þá getur það komið að gagni síðar, og því meira gagni sem á þessu ári kynni að verða hægt að vinna á móti verðbólgunni og hækka peningana í verði.

Ég veik því til hv. fjvn. hér í dag, hvort hún vildi ekki taka aftur til 3. umr. nokkuð af þeim till., sem hún hefur borið hér fram og mér skilst, að sé mjög svipað ástatt um eins og þær till., sem hún hefur gert ráð fyrir að koma fram með við 3. umr. Ég hef litlar undirtektir fengið undir þetta. Og reyndar get ég látið mér það í léttu rúmi liggja. En ég átti þar við t.d. 19. brtt. n., þar sem n. gerir ráð fyrir, að tvöfaldað verði framlagið til að reisa læknisbústaði og sjúkraskýli, og einnig 20. brtt., sem er algert nýmæli í fjárl.

32. brtt. er um hækkun á framlagi til áhaldakaupa til vitamálanna. Ég skil nú ekki heldur í þeim lið.

Það er þá líka 47. brtt. fjvn., liðurinn, þar sem gert er ráð fyrir að hækka framlög til byggingar barnaskóla utan kaupstaða um 90 þús. kr., og 53. brtt., um 70 þús. kr. framlag til byggingar gagnfræðaskóla. Um þessar greinar allar er það sameiginlegt, að ég tel, eins og nú er, litlar líkur til þess, að þetta verði framkvæmt.

Þá er 57. till., þar sem lagt er til að hækka framlag til íþróttasjóðs úr 125 þús. kr. í 300 þús. kr., aðallega í því skyni, að byggðar verði sundlaugar víðs vegar um land. Ég satt að segja geri varla ráð fyrir, að til þess geti komið, að slíkar framkvæmdir verði hægt að náðast í, að svo miklu leyti sem þar er um nýjar framkvæmdir að ræða. Í sambandi við þetta vil ég geta þess, að ég tók svo eftir, að hv. frsm. n. gerði þannig grein fyrir þessu, að það vær í nú ekki aðeins þessar 300 þús. kr., sem gert væri ráð fyrir að greiða í íþróttasjóð, heldur mundi líka eiga að endurgreiða sjóðnum 50 þús. kr., sem hann hefði lagt fram sem lán til sundlaugarbyggingar á Eiðum á síðasta ári. Nú vil ég minna þá, sem áttu sæti í fjvn. á síðasta þingi, á það, að ég skildi það þannig, að það væri um það samið milli fjvn. og ríkisstj., að ef greidd yrði verðlagsuppbót á framlagið til íþróttasjóðs, þá ætti það að ganga til þessarar sundlaugarbyggingar á Eiðum, án þess að hægt væri að endurkrefja það. Hitt er mér ókunnugt, hvort úr íþróttasjóði hefur verið greidd enn hærri upphæð en þessari í verðlagsuppót á styrkinn svarar og það sé það lán, sem þarna er gert ráð fyrir að endurgreitt verði. En ef svo er, að þessar 50 þús. kr., þetta lán, sem þarna er gert ráð fyrir að endurgreiða, er verðlagsuppbótin, sem mér er kunnugt um, að íþróttasjóði var gert mögulegt með að veita fé til þessarar sundlaugarbyggingar, þá hafði ég skilið það þannig, að það fé ætti ekki að koma til endurgreiðslu.

Ég verð að segja það um 82. brtt., þar sem gert er ráð fyrir að hækka jarðabótastyrkinn úr 300 þús. kr. í 500 þús. kr., að frá Búnaðarfélagi Íslands hafði ráðuneytinu ekki borizt nein aðvörun um það, að það þyrfti að hækka þessa fjárveitingu vegna jarðræktarframkvæmda, sem unnar hefðu verið á s.l. ári. Ég heyrði, að hv. frsm. fjvn. sagði í sínum upplýsingum í fyrri framsögunni á þá leið, að jarðabætur hefðu verið unnar svo miklar á árinu, að þetta væri óhjákvæmilegt. Og þetta er þá ein sönnun þess, hve erfitt er að fá upplýsingar frá þeim ríkisstofnunum, sem eiga að láta ráðuneytinu í té áætlanir um gjöld sín. Það skiptir um þennan lið ákaflega litlu máli, hvaða upphæð þar er sett, vegna þess að það er hrein áætlunarupphæð, og mega þá eins standa 500 þús. kr. eins og 300 þús. kr. En það kemur mér sem sagt alveg á óvart, að slíkrar hækkunar þurfi með.

Sama er að segja um 83. brtt., að þar er lagt til, að tvöfölduð verði upphæðin til búfjárræktarstarfsemi. Þetta kemur mér alveg á óvart líka. Það hafði engin aðvörun komið um það frá Búnaðarfélagi Íslands, að þá fjárveitingu þyrfti að hækka.

Framlagið til skógræktarstarfsemi var hækkað verulega í fjárlfrv. frá því, sem áður var. Ég sé á 86. brtt. fjvn., að n. vill gera enn betur og auka það frá því, sem er í frv.

Ég teldi rétt, að þetta yrði allt látið biða til 3. umr., þannig að hv. alþm. ættu þess kost að yfirvega það, hvað þeir teldu, þegar þær till. koma frá hv. n. aftur, réttast að leggja í og hvað ráðlegt væri að láta sitja á hakanum.

Ég býst ekkert frekar við því, að hv. fjvn. vilji fara að þessum till., en ég hygg nú samt; að það vær í skynsamlegast, þótt ekki væri vegna annars en þess, að ef hv. fjvn, gengi á undan með góðu eftirdæmi, þá mundi vera léttara fyrir aðra, sem flutt hafa brtt. við þessa umr., að fresta þeim til 3. umr. En n. þyrfti ekki að vera svo sérstaklega hrædd um, að hennar till. næðu siður fram að ganga fyrir það, ef hún annars er þeirrar skoðunar, að þær séu fullkomlega á rökum reistar.