03.02.1943
Sameinað þing: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í B-deild Alþingistíðinda. (543)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Pétur Magnússon:

Ég vil leyfa mér að fara fram á, að 27. liður á þskj. 312 verði borinn upp í einu lagi. Það er augljóst mál, að um það verður að greiða atkv. áður, hvort þm. vilja hafa úthlutun styrkja til rithöfunda, skálda og listamanna í höndum menntamálaráðs, eins og verið hefur, eða að þessi úthlutun heyri beint undir sjálft Alþ. Fyrr finnst mér það ekki geta komið til mála, að farið sé að greiða atkv. um hvern einstakan mann, er undir þennan 27. lið brtt. heyrir.