03.02.1943
Sameinað þing: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í B-deild Alþingistíðinda. (546)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Forseti (GSv):

Ég lít svo á, að þetta sé ekki hægt, heldur verður að bera upp nöfn þessara manna hvert í sínu lagi eftir töluröðinni 1, 2, 3, o.s.frv., þar sem um fjárupphæðir er að ræða við hvern tölul., og staldra þar við, sem brtt. koma til greina á öðrum þskj., og verður þá, eins og hv. þm, mun kunnugt, að bera upp þá till. fyrst, sem hæsta upphæð hefur. — Hin leiðin er svo aftur princip-leiðin, sem mér skilst á hv. þm., að þeir óski atkvgr. um, hvort nýr stafl., stafl. h., komi í fjrlfrv. eða ekki.

Vil ég þá leita atkv. um það, hvort nýjum stafl, h. skuli bætt í 18. gr. fjárlfrv. skv. 27. lið brtt. á þskj. 312, þar sem þess er óskað.