03.02.1943
Sameinað þing: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Ólafur Thors:

Þrátt fyrir það að hæstv. forseti hefur þegar skýrt það mjög greinilega, hvað hér er um að ræða, þá heyri ég það hér í kringum mig, að þm. er það ekki enn ljóst sumum hverjum, hvað hér er um að ræða. Ég hef skilið þetta svo, að um það eigi að greiða atkv., hvort þm. vilji taka úthlutun styrkja til rithöfunda, skálda og listamanna beint undir umráðasvið Alþ. með því að bæta við nýjum lið, h-staflið, á þskj. 312, XXVII-lið, inn á fjárlfrv. Þeir, sem þetta vilja, segja þá já, en hinir, sem ekki vilja þennan lið inn á fjárl. og vilja hafa úthlutun þessa í höndum menntamálaráðs áfram, segja nei við atkvgr.