03.02.1943
Sameinað þing: 21. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Forseti (GSv):

Samkvæmt samkomulagi milli þingflokka fara nú fram almennar útvarpsumræður. Verður höfð ein umferð, og hefur hver þingflokkur 40 mínútna ræðutíma og ríkisstjórnin öll jafnlangan tíma.

Samkomulag hefur orðið um þessa röð:

1. Sósíalistaflokkurinn.

2. Framsóknarflokkurinn.

3. Sjálfstæðisflokkurinn.

4. Alþýðuflokkurinn.

5. Ríkisstjórnin.

Af hálfu Sósíalistaflokksins tala þeir hv. 6. landsk. þm., Lúðvík Jósefsson, og hv. 8. þm. Reykv., Sigfús Sigurhjartarson. Skipta þeir á milli sin ræðutíma flokksins. Af hálfu Framsóknarflokksins talar hv. 2. þm. S.-M., Eysteinn Jónsson, af hálfu Sjálfstæðisflokksins hv. þm. G.- K., Ólafur Thors, af hálfu Alþýðuflokksins hv. þm. Ísaf., Finnur Jónsson. Loks talar af hálfu ríkisstjórnarinnar hæstv. fjármála- og viðskiptamálaráðherra, Björn Ólafsson.