12.02.1943
Sameinað þing: 25. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 420 í B-deild Alþingistíðinda. (602)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. — Ég er hér flm. að tveim till. á þskj. 410 og ætla að skýra þær með örfáum orðum.

Önnur till., nr. 67 á þessu þskj., er um aukinn styrk til Mæðrastyrktarnefndar Rvíkur. Meðflm. mínir á þessari till. eru þeir 1. þm. Reykv. (MJ), B. landsk. (HG) og 1. þm. Árn. (JörB). Hér er um mjög smáa upphæð að ræða, því að það er farið fram á, að styrkurinn sé aukinn úr kr. 8000.00, sem er till. fjhn., og upp í kr. 10000.00, þannig að þetta er lítil upphæð, og geri ég ráð fyrir, að hv. þm. greiði atkv. með þessu, ef þeir gera sér ljóst, að nefndin verður óhjákvæmilega að fá þessa upphæð. Ég ætla ekki að lýsa starfi mæðrastyrksnefndar og þeirri miklu þýðingu, sem hún hefur haft á undanförnum árum. Ég ætla að gera ráð fyrir, að þm. hafi kynnt sér það sjálfir, en þessi upphæð, kr. 10000, er í rauninni ekki meira en mæðrastyrksnefndin fékk fyrir stríð, þegar hún fékk 3000 kr., og er hún ekki betur sett með 10000 nú en hún var með kr. 3000 áður, vegna þess að mest af þessum kostnaði hefur aukizt eins og vinnulaun, ef reiknuð er vinnulaunahækkun 30% og vísitalan. Mest af þessu er vinnulaun og aðrir liðir, sem ekki hafa hækkað minna. Form. n. tjáði mér, að ef n. fengi ekki þessa upphæð, sem hér er farið fram á, mundi n. ekki sjá sér fært að hafa lengur opna skrifstofu, svo að það, sem hér væri um að ræða, væri það, að þessar 8000 kr. kæmu að engu haldi, ef féð væri ekki aukið, svo knappt er það. Formaður hefur lagt fram allmikla vinnu að undanförnu, ókeypis, en getur það ekki lengur. Eftir að hv. þm. hafa athugað þetta, treysti ég því, að þeir samþykki þessa litlu hækkun.

Svo á ég hér aðra till. Það er ekki smátill., heldur stór, og það má búast við, að meiri ágreiningur verði um hana, og er ekki neinn vafi á því. Ég flyt hér sams konar till. og við 2. umr., um hækkun á framlagi til alþýðutrygginga úr 2000000 kr. upp í kr. 5500000, en við 2. umr. flutti ég till. um að hækka þetta upp í 6000000 kr. Ég lýsti þá tilganginum með þessari till., en tilgangurinn er sá að fá nægilegt fé til að inna af hendi lögboðnar greiðslur, og í öðru lagi, sem er aðalatriðið, að það, sem fram yfir er, sé notað sem stofnfé til þess að gera breyt. á l. um alþýðutryggingar. Þessum tilgangi var lýst við 2. umr., og nú er sett athugasemd við till., þar sem beinlínis er mælt fyrir, að þetta fé verði lagt til hliðar og notað sem stofnfjártillag. Ég tel ekki neinn vafa á því, að víðtækar breyt. verði gerðar á alþýðutryggingal., þar sem n. verður sett til þess að endurskoða þau, auk þess sem Alþ. hefur ákveðið að láta fara fram miklar breyt. á l. sem hafa mjög mikinn kostnað í för með sér. Hins vegar er það skoðun mín, að ríkissjóður skili miklum tekjum á þessu ári, en aftur á móti er allt í óvissu um framtíðina. Það er allt í óvissu með tekjur næsta árs og ára. Ég tel það illa farið, ef hinn góði fjárhagur ríkissjóðs á þessu ári yrði ekki notaður til þess að leggja fé til þessara framkvæmda.

Ég hef flutt hér ásamt öðrum nokkrar brtt., en þar sem ég er ekki 1. flm. á fleirum en þessum, geri ég ráð fyrir, að aðrir muni mæla fyrir þeim, og mun ekki fara fleiri orðum um þær till., sem ég flyt.

Ég ætla að nota tækifærið til þess að minnast hér á eina till. fjvn., sem hefur verið talsvert mikið um deilt. Það er síðasta till. á þskj. 387, þar sem ætlazt er til, að heimild sú, sem er í 22. gr. frv., um, að hægt sé að lækka útgjöldin um 35%, ef sérstakar ástæður geri það nauðsynlegt, falli niður, en í staðinn komi fyrirmæli um, að ef ekki eru framkvæmd þau verk, um fjárl. ákveða, vegna skorts á efnivörum eða vinnukrafti, sé heimilt að geyma þetta fé á sérstökum reikningi til þess og óheimilt að verja því til annarra hluta. Ég skil það svo, að í þessari brtt. fjvn. felist alveg hárrétt stefna, og satt að segja finnst mér það dálítið einkennilegt, þegar ég heyri þm. vera að tala um það öryggisleysi og fyrirhyggjuleysi að láta þessa heimild um að lækka útgjöldin um 35% niður falla. Það væri í rauninni alveg ófyrirgefanlegt fyrirhyggjuleysi af þinginu að láta þessa heimild standa og það mesta öryggisleysi, sem hugsazt gæti. Þetta þýðir það, að meira en 1/3 af tekjum ríkissjóðs eigi að vera óbundinn í fjárl. og stj. gæti eftir eigin mati skorið niður framkvæmdir samkv. fjárl. um meira en 1/3 hluta og hún gæti að meira en 1/3 hluta gert fjárl. að marklausu plaggi. Meira öryggisleysi í afgreiðslu fjárl. er varla hægt að hugsa sér. Ég held, að sporin undanfarin ár ættu að hræða. Ef milljónir standa utan fjárl., hefur þingið enga tryggingu fyrir því, að þetta fé fari ekki í súginn. Mín skoðun er sú, að tekjur þessa árs verði miklar, og mín skoðun er sú, að tekjurnar séu of lágt áætlaðar hjá fjvn., en hins vegar, að svo kunni að fara, að næstu ár verði mjög kröpp fjárhagslega fyrir ríkissjóðinn. Það, sem mundi skapa mesta öryggið, væri að áætla tekjurnar sem réttastar eftir því, sem næst verður komizt, og ætti að vera nokkru auðveldara að gera sér grein fyrir, hvernig áætla skuli nú, þegar komið er langt fram á árið, og binda féð í aðkallandi framkvæmdum og geyma það, sem ekki er hægt að nota af ófyrirsjáanlegum orsökum á þessu ári fyrir skort á efnivið og vinnuafli, og sérstaklega reynt að nota það til sömu framkvæmda seinna. Þetta er sú stefna, sem fjvn. hefur tekið upp góðu heilli á nr. 96 á þskj. 387. Það hefur komið fram hér í umr., eins og ég sagði áðan, mikil andstaða gegn þessu, og það var einnig mikil andstaða gegn því innan fjvn., og hafa verið gerðar næsta furðulegar tilraunir til þess að fá Alþ. á einhvern hátt til þess að hafna þessari leið, sem fjvn. leggur til, að farin verði. T.d. ber einn nm., hv. þm. Borgf. (PO), fram till., sem er að sumu leyti um sama efni eins og till. fjvn. á þskj. 387, en það er bara munurinn sá, að hún kemur fyrir sérstaka gr. undir 22. gr., og ef hún yrði samþykkt, mundi heimildin um að skera niður verklegar framkvæmdir um 35°ó standa áfram í l., svo að þessi tilgangur er auðsær. Það á, af því að hann býst við, að þingið sé sammála efni sjálfrar tillögunnar, að ginna þingið til að samþykkja þetta, til þess að ekki sé hægt að bera upp till. fjvn. á eftir um sama efni og til þess að ekki sé hægt fyrir þingið á þessu stigi málsins að láta í ljós vilja sinn um það, hvort það vilji fella niður þessa 35% heimild eða ekki. Þetta er sýnileg tilraun hjá þm. til þess að lokka þingið til að láta þessi 35% standa, jafnvel þó það sé á annarri skoðun. Það er teflt á tæpasta vaðið, þegar nm. í fjvn. nota svona brellur. Hvað sem skoðun mann

a um þessi 35% líður, er vitaskuld ekki annað sæmandi en að fella þessa till. hjá þm., þegar hann reiknar með að hafa svona brellur í frammi; það á auðvitað að fella till., sem eingöngu er bornar fram í slíkum tilgangi.

Þá er önnur till. frá öðrum þm., sem er á sömu skoðun og hv. þm. Borgf., og gengur líka í þá átt að gera till. fjvn. nr. 96 að engu. Það er till. hv. þm. S.–Þ. (JJ), nr. 89 á þskj. 410. Þar er lagt til, að nýjum lið sé bætt við 22. gr. þess efnis, að ríkisstj. sé heimilt að haga opinberum framkvæmdum, sem kostaðar eru af ríkisfé, þannig, að framleiðslan í sjávarútvegi og landbúnaði geti engu að síður fenbið nægilegt vinnuafl til þess að halda þessum framleiðslugreinum í eðlilegu horfi. Ef stj. hefur sama mat á hlutunum og þessi þm. (JJ), þm. Borgf. og sérstaklega þm. Barð. (GJ), hvað þýðir það? Það þýðir það, að stjórnin yrði að draga svo mjög úr opinberum framkvæmdum, að atvinnuleysi yrði í landinu. Þessir hv. þm. hafa margsinnis talað um vöntun á nógu framboði á vinnuafli, til þess að landbúnaður og sjávarútvegur gæti fengið nægilegt af verkafólki. — Nóg framboð á vinnuafli, þ.e.a.s. atvinnuleysi. Einn af þessum þm., hv. þm. Barð., lýsti því yfir, að atvinnuleysi væri nú þegar að hefjast víða um landið, og var að heyra, að hann byggist við, að atvinnuleysið yrði miklu meira. Samt þykir honum það ekki nóg. Hann þarf meira atvinnuleysi. Það þarf meira atvinnuleysi samkv. skoðun þessa þm. til þess að halda eðlilega í horfinu, eins og það er svo mannúðlega orðað í till. hv. þm. S.-Þ. Samþykkt hans till. gæti orðið til þess að stj. væri í sjálfsvald sett, hvað hún léti framkvæma, svo að það væri eins gott, að engin fjárl. væru, hvað snertir opinberar framkvæmdir, og stj. hefði þetta eins og henni þætti haganlegast. Það kemur ekki til mála, að þingið fallist á till. eins og þessa, það hlýtur að dæma brellu hv. þm. Borgf. eins og þessa fáránlegu till. hv. þm. S.-Þ., því að það kemur svo greinilega fram stefna og vilji þessara þm. Það var auðheyrt á ræðu hv. þm. Barð., að tilgangurinn er líka annar en hér kemur í ljós, að hægt sé að fá nauðsynlegt framboð á vinnuafli. Var hann ekki að boða almennar vinnudeilur í vor, sem ekki getur þýtt annað en að það eigi að lækka kaupið? Og hann veit, að ekki þýðir að fara út í það, nema atvinnuleysi sé, svo að það er skiljanlegt, að þessum mönnum sé illa við, að vinna sé í landinu, og vilji gera ráðstafanir til þess, að atvinnuleysi hefjist. Allt er þetta ósköp skiljanlegt. En þessir þm. hafa ekki lært að skilja þá tíma, sem nú eru, og það er verst fyrir þá sjálfa. Það er þeirra von að fá aftur ástandið fyrir stríð með öllu sínu atvinnuleysi. Þeim finnst heimurinn vera að farast vegna þeirra kjarabóta, sem verkalýðurinn hefur fengið. Þeir tala um þetta ákaflega raunalega. En það er ekki heimurinn, sem er að farast. Það er mesti misskilningur. Það er þeirra þjóðskipulag, sem er að farast, og heimurinn ferst ekki þess vegna. Þeir þurfa sennilega að átta sig á því, að eftir þetta stríð kemur gamli tíminn aldrei aftur. Draumur þeirra mun ekki rætast. Það er af sú tíð, að Íslendingar eða aðrar þjóðir sætti sig við það þjóðskipulag, sem dæmir allan þorra þjóðarinnar til þess að lepja dauðann úr skel, jafnframt því sem fámenn stétt manna hefur tækifæri til þess að raka saman gróða. Það eru af þeir tímar, að fólkið uni við slíkt þjóðskipulag. Það verður ekki þolað lengur. Þetta held ég, að vær í mjög nauðsynlegt fyrir þessa þm. að skilja, og það er því verra fyrir þá sjálfa, því seinna sem þeir skilja það. Þess vegna held ég, að þeir ættu að spara sér þessar ræður sínar og reyna ofurlitið að endurskoða fyrra líf sitt og fyrri skoðanir.