12.02.1943
Sameinað þing: 25. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í B-deild Alþingistíðinda. (615)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég mun ekki á þessum tíma nætur fara að hefja eldhúsumr., enda gaf hv. 3. þm. Reykv. ekki mikið tilefni þess með hinni hóflegu ræðu sinni um fjármál og fjármálastj., og get ég að mestu vísað til þess, sem ég hef áður sagt um þessi mál. Í sambandi við það, sem fyrrverandi fjmrh. sagði um heimild tollal. til að innheimta ekki tolla á stríðsfarmgjöldin, vil ég minna hann á, að hann hafði lýst yfir því, að sú heimild yrði notuð. hann sat samt sem áður lengi í embætti fjmrh. og notaði hana ekki. Nú getur að vísu verið, að þetta verði gert hér eftir, en fjvn. hefur ekki talið sér fært að treysta þessu, og að því er snertir aðrar tollaIækkanir, er það að segja, að þær eru ekki á valdi fjvn., eins og hv. 3. þm. Reykv. veit. Fjvn. hefur litið svo á, að hún gæti í þessum efnum ekki miðað við annað en það, sem nú er í gildi og framkvæmt af núverandi ríkisstj. Hvað sem líður skoðun fjvn. eða einstakra fjvnm. á tollalöggjöfinni yfirleitt, er augljóst, að hún getur ekki ráðið afstöðu n. í þessum efnum.

Um rekstrarhagnaðinn, sem gert er ráð fyrir í frv. því, er hv. 3. þm. Reykv. lagði fyrir Alþ., þarf ekki að fjölyrða. Hann benti sjálfur á atriði, sem gengu meira en éta upp þann hagnað. Ég hef áður minnzt á þær leiðréttingar, sem fjvn. hefur gert á frv., og þarf ég engu við það að bæta.

Um landhelgisgæzlu, strandferðir og slíkt má segja, að þar sé ekki um skilyrðislausar skuldbindingar að ræða og megi draga saman seglin á. því sviði. Þó munu áætlanir fjvn. sízt vera of háar, ef ætlazt er til, að haldið verði í horfinu um þau mál. Ekki verður deilt um nauðsyn þess að halda uppi strandferðum, og um tundurduflahættuna er það að segja, að hún hefur magnazt svo að undanförnu, að ríkissjóður kemst ekki hjá því að leggja í allmikinn kostnað, ef takast á að eyðileggja tundurdufl, svo að nokkru nemi.

Ég hef áður minnzt á það, hvernig fjárlfrv. var búið í hendur Alþ. Það hefði verið mjög æskilegt, að fjvn. hefði ekki beinlinis þurft að vinna skrifstofuvinnu í sambandi við fjárlagafrv., eins og hún hefur í raun og veru orðið að gera. N. hefur borið saman launalistann og frv. og gengið úr skugga um, að skekkja var í frv. á tilsvarandi lið. Dýrtíðaruppbótin var ekki heldur rétt áætluð. Sundurliðuð áætlun um dýrtíðaruppbót var ekki til í fjmrn. og var ekki gerð, fyrr en fjvn. óskaði eftir henni. Það ber að vita, að skrifstofuvinna, sem leysa á af hendi í stjórnarráðinu, skuli ekki hafa verið framkvæmd af meiri nákvæmni en raun ber vitni um. Við samningu þessa frv. hefur vissulega átt sér stað meiri ónákvæmni en fjvn. þykir mega við una óátalið, og segi ég þetta raunar í fullri vinsemd við fyrrverandi fjmrh.

Svipað er að segja um önnur gögn, sem n. þurfti að fá. Ríkisreikningurinn fyrir 1941 var t.d. ekki tilbúinn í tæka tíð, og n. fékk hann í pörtum seint á árinu 1942. Það er vissulega ekki heppileg regla að gera ekki slíka reikninga upp fyrr en þetta, þó að í mörg horn sé að líta og rekstur orðinn umfangsmikill.

Þá eru uppbætur þær, sem greiddar hafa verið án heimildar Alþ. Það má vera, að ráðlegt hafi verið að greiða nokkuð af þessum uppbótum, en ég tel þó, að hverri stj. beri að leita heimildar Alþ. til slíks. Ríkisstj. hefur það sér til afsökunar, að þetta hafi borið svo bráðan að, að ekki hafi verið hægt að leita þessarar heimildar þegar í stað, en það hefði þá átt að gera eftir á. Þetta hefur þó ekki verið gert.

Mun ég svo ekki fara um þetta fleiri orðum, enda gaf ræða hv. 3. þm. Reykv. ekki tilefni langra andsvara, eins og ég sagði áðan.