15.02.1943
Sameinað þing: 26. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Jónas Jónsson:

Ég vil spyrja hæstv. forsela um það, hvort honum er alvara með að bera þennan lið upp í einu lagi. Ég álit, að ef svo er gert, verði hæstv. forseti að kveða upp um það úrskurð. Hér eru 16 menn, sem að vísu hafa margt sameiginlegt. En sumir þeirra eru með vinsælustu mönnum landsins, t.d. Kjarval, og einn, sem t. d. stjórn Búnaðarfélags Íslands hefur skorað á atvmrh. að höfða mál á móti út af afurðasölumálum. Ég vona, að hæstv. forseti sjái, að það er ósanngjarnt að láta sér detta í hug að halda fram, að það eigi að láta menn greiða atkv. sameiginlega um það, hvort þessir 16 menn, sem ekkert tengir sérstaklega saman, eigi að vera í 18. gr. fjárl.