15.02.1943
Sameinað þing: 26. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (629)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Eiríkur Einarsson:

Ég hef verið því mótfallinn og er enn, að hæstv. Alþ. hafi með höndum úthlutun styrkja til allra skálda og listamanna, sem til greina koma samkv. fjárveitingum í fjárl. En með því hins vegar, að ég er því hlynntur, að einhverjir þeirra beztu fái friðland í 18. gr., og í hópi þessara manna eru nokkrir af þeim beztu þó að nokkrir séu þar oftaldir, en gr. fæst ekki sundurliðuð, — þá met ég síðara atriðið meir, að nokkrir af þeim beztu rithöfundum og listamönnum séu í 18. gr., og segi því já.