27.01.1943
Efri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (662)

110. mál, ráðstafanir og tekjuöflun vegna dýrtíða og erfiðleika atvinnuveganna

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. Því miður er hæstv. fjmrh. nú sjúkur og rúmfastur. En þar sem ég þykist vita það, að hv. fjhn., sem þessu frv. verður vísað til, muni taka til athugunar sumt af því og kannske allt, sem hv. þm. Barð. hefur vakið hér athygli á, en ég er varbúinn við að gefa svör um það efni, sem hann hefur nú flutt ræðu um, og þar sem ég býst við, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn., leyfi ég mér að óska þess, að þessari umr. verði lokið að svo stöddu, af því að stjórnin getur ekki á þessu stigi málsins tekið afstöðu til þess, sem hv. þm. Barð. bar fram.